Kríuvarp er hafið og lítur betur út núna en í fyrra

mbl.is/Ómar

„Það virðist vera meira líf í varpinu en í fyrra,“ segir Freydís Vigfúsdóttir, doktorsnemi í dýravistfræði við University of East Anglia á Englandi.

Hún hefur ásamt samstarfsmönnum sínum við Háskólasetur Snæfellsness og Náttúrufræðistofnun Íslands rannsakað kríuvarp á Íslandi síðustu sumur.

„Ástandið í fyrra var verulega slæmt því þá fór varpið þremur vikum seinna af stað en venja er. Svo veltur það á því hvernig varpið gengur hvort nóg fæða verður til staðar þegar ungarnir klekjast út,“ segir Freydís í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert