Opnað á dreifingu Kóransins

Með nýju reglunum er opnað á dreifingu Kóransins í grunnskólum ...
Með nýju reglunum er opnað á dreifingu Kóransins í grunnskólum Hafnarfjarðar eins og annarra trúarrita sem notuð eru í kennslufræðilegum tilgangi. Kristinn Ingvarsson

Með nýjum viðmiðunarreglum um samskipti leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar við trúar- og lífsskoðunarfélög er opnað á að múslímar dreifi Kóraninum til nemenda og sama hátt og Gídeon-félagið hafi dreift Nýja testamentinu undanfarna áratugi. Skilyrðið verður í báðum tilvikum að ritin séu notið við kennslu.

Eins og greint hefur verið frá á mbl.is í dag samþykkti fræðsluráð Hafnarfjarðar í morgun nýjar viðmiðunarreglur um samskipti leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar við trúar- og lífsskoðunarfélög. Einnig var greint frá því að bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks teldi reglurnar ekki koma í veg fyrir að Gídeon-félagið kæmi í skóla og dreifði Nýja testamentinu til nemenda.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður fræðsluráðs, segir að það sem fyrst og fremst hafi verið tekist á um í starfi nefndarinnar hafi verið dreifing boðandi efnis í skólunum. „Við förum aðra leið en Reykjavík, en þar var sett á hreint og klárt bann við dreifingu Nýja testamentisins. Við tölum um að ekki eigi að dreifa boðandi efni í trúarlegum tilgangi. Hins vegar tökum við sérstaklega fram að dreifa megi efni sem tengist fræðslu og stuðlar að menningarlæsi barna. Þannig að sé efnið notað í kennslufræðilegum tilgangi er komin upp ný staða.“

Skólans að meta fræðslugildið

Í viðmiðunarreglunum segir að trúar- og lífsskoðunarfélög skuli ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla bæjarins á skólatíma. Guðrún Ágústa segir að þarna sé aðeins verið að skrásetja vinnubrögð sem skólarnir hafi þróað undanfarin ár, enda stundi trúar- og lífsskoðunarfélög ekki starfsemi innan skólanna í dag.

Þá segir að starfsemin eigi við um allar heimsóknir í lífsskoðunar- og trúarlegum tilgangi og dreifingu á boðandi efni. „Með boðandi efni er átt við hluti sem gefnir eru eða notaðir sem hluti af trúboði, það er tákngripir, fjölfölduð trúar- og lífsskoðunarrit, bækur, hljóðrit, prentmyndir og kvikmyndir. Ekki er átt við efni sem tengist fræðslu er stuðlar að menningarlæsi barna.“

Guðrún segir að þarna sé því farin önnur leið en í Reykjavík. „Þeir tóku hreina og klára afstöðu en við töldum að annaðhvort þyrfti að banna eða beita jafnræði, þannig að ljóst sé að efnið sé í kennslufræðilegum tilgangi en ekki boðandi tilgangi.“

Hver ákveður hvaða efni tengist kennslunni?

„Það hefur fram til þessa verið í höndum kennara og skólastjórnenda, og verður áfram. Og með viðmiðunarreglunum er kominn farvegur fyrir foreldra ef þeir túlka þetta með öðrum hætti, þá er því vísað til úrskurðar Fræðsluþjónustunnar.“

Ekki allt boðandi efni fræðsluefni

Beðin um að gefa dæmi um efni sem geti fallið undir kennslufræðilegt efni nefnir Guðrún Ágústa Nýja testamentið. „Þetta er rit sem hægt er að nýta, eða hluta af því í trúarbragðafræði. En við setjum þetta í hendurnar á skólastjórnendum og kennurum.“

Er ekki hægt að nota Kóraninn í trúarbragðafræði?

„Jú, í trúarbragðafræði sem hluta af kennslufræðilegu efni til að stuðla að menningarlæsi barna. Við vísum í þessi rit í kennsluefni.“

Þannig að heimilað er að dreifa Kóraninum í grunnskólum Hafnarfjarðar?

„Sem kennslufræðilegu gagni, já.“

Spurð hvort viðmiðunarreglurnar séu ekki óljósar segir Guðrún Ágústa að svo ekki. Það skipti máli að binda ekki faglegar kennslufræðilegar forsendur kennara til að starfa samkvæmt aðalnámskrá leik- og grunnskóla.

En getur ekki allt boðandi efni sem talið er upp í reglunum talist fræðsluefni sem stuðli að menningarlæsi barna?

„Það þarf nú ekki að vera. Ég treysti mér ekki til að tína til hvað sé ekki fræðsluefni, en ég myndi halda að þau rit sem ákveðin trúfélög ganga um með í hús til fólks væri hreint og klárt boðandi efni og ekki til þess fallið að stuðla að menningarlæsi barna.“

Geta látið starfsmenn skólans fá efnið

Á vefsvæði Gídeonfélagsins er fjallað um það hvernig dreifing Nýja testamentisins fer fram. Þar segir: „Úthlutun fer þannig fram að í upphafi segja félagar frá stofnun félagsins og að því loknu er þeim nemendum sem þiggja vilja bókina afhent hún og farið í stuttu máli yfir hvernig Biblían skiptist í Gamla og Nýja testamentið. Einnig er farið yfir hvernig rit Biblíunnar skiptast í kafla og vers og nemendum kennt að fletta upp ritningarversi.

Spurð hvort það stangist ekki á við reglurnar, þ.e. það ákvæði að trúar- og lífsskoðunarfélög skuli ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla, að félög komi og dreifi efni sínu þó svo um fræðsluefni sé að ræða, segir Guðrún Ágústa: „Þau geta komið og látið starfsmenn skólanna fá efnið. Þá er það skólans að meta hvort það verði tekið og kennari noti það í kennslufræðilegum tilgangi.“

Guðrún Ágústa tekur skýrt fram að reglurnar verði endurskoðaðar innan árs með hlutaðeigandi aðilum.

Ungur drengur með Kóraninn.
Ungur drengur með Kóraninn. AP
Enn má setja upp helgileiki í Hafnarfirði.
Enn má setja upp helgileiki í Hafnarfirði. mbl.is/Ernir
Staflar af Kóraninum.
Staflar af Kóraninum. Reuters
mbl.is

Innlent »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

16:49 Hæstiréttur staðfsesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir brasilískum karlmanni á þrítugsaldri, en hann hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Var manninum gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á kókaíni í sölu og ágóðaskyni. Meira »

Steingrímur forseti og Guðjón varaforseti

16:42 Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn forseti alþingis er 148. þing kom saman nú í dag. Fékk Steingrímur 54 atkvæði, en fimm sögðu nei. Þá var Guðjón S. Brjánsson kjörinn fyrsti varaforseti alþingis. Meira »

Geirmundur fær 18 mánaða dóm

16:34 Geir­mund­ur Krist­ins­son­, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri Spari­sjóðsins í Kefla­vík, var í dag dæmdur í 18 mánuða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins og málsvarnarlaun verjanda síns, samtals 6,1 milljón. Meira »

Myndavélin komst í réttar hendur

16:28 „Þetta er hann Brandon, en hann var hér á landi í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni. Þau lentu í því leiðindaatviki að farið var inn í bifreið þeirra, sem þau gleymdu að læsa á bifreiðastæði við hótelið sitt nóttina fyrir brottför.“ Þannig hefjast skrif lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook. Meira »

Ákvörðun um veg um Teigsskóg frestað

16:10 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um aðalskipulagsbreytingu vegna Vestfjarðarvegar númer 60 um Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hafði vonast til þess að ákvörðun yrði tekin í dag en það frestast fram í janúar. Meira »

Greinilegar breytingar í jöklinum

15:41 Ragnar Axelsson hefur flogið þrjár ferðir yfir Öræfajökul frá því að sigketillinn sást fyrst 17. nóvember. Hann flaug fyrstu ferðina 19. nóvember, aftur 28. nóvember og svo þriðju ferðina 11. desember. Meira »

Dæmt til að greiða uppsagnarfrestinn

15:23 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Myllusetur til að greiða fyrrverandi blaðakonu á Viðskiptablaðinu, sem hafði áunnið sér rétt til þriggja mánaða uppsagnarfrests, eina og hálfa milljón króna. Myllusetur hélt því fram að konan hefði ekki verið fastráðin og ætti þ.a.l. ekki rétt á greiðslunni. Héraðsdómur féllst hins vegar á kröfu blaðakonunnar. Meira »

Þau verða ræðumenn kvöldsins

15:25 Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og umræður um hana hefjast klukkan 19.30 í kvöld á Alþingi.  Meira »

„Þeir eiga næsta leik“

15:21 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur svarað bréfi velferðarráðuneytisins frá 21. nóvember. Hann svarar þar fyrir fjölmargar kvartanir frá barnaverndarnefndum höfuðborgarsvæðisins í hans garð. Meira »

Verðum að hlusta og gera betur

14:45 „Nú á dögum standa vonir til að við séum á tímamótum: Hingað og ekki lengra, heyrist um heim allan. Yfirgangur verður ekki lengur liðinn. Við verðum að hlusta, við verðum að gera betur. Við sem búum hér saman í þessu samfélagi,“ sagði forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í ávarpi sínu við setningu Alþingis. Meira »

Pálma Jónssonar minnst á Alþingi

14:41 Steingrímur J. Sigfússon, starfsaldursforseti Alþingis, minntist Pálma Jónssonar, fyrrverandi alþingismanns og ráðherra, á þingsetningarfundi í dag, en Pálmi lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 9. október eftir langvarandi veikindi. Hann var á 88. aldursári. Meira »

Birgir Ármanns og Helga Vala í kjörbréfanefnd

14:41 Birgir Ármannsson, sem var formaður kjörbréfanefndar á síðasta þingi, Birgir Þórarinsson, Björn Leví Gunnarsson, Bryndís Haraldsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Karl Gauti Hjaltason, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þórunn Egilsdóttir voru í dag skipuð í kjörbréfanefnd. Meira »

Afhenda þingmönnum „Skerðingarspilið“

14:09 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, mun í dag afhenda alþingismönnum 63 jólapakka ásamt hvatningu til góðra verka. Formenn allra þingflokka á Alþingi taka við pökkunum fyrir hönd sinna þingmanna. Meira »

Fastur bíll lokar þjóðvegi 1

13:35 Þjóðvegi 1 við Jökulsárlón er lokaður um óákveðinn tíma vegna flutningabíls sem er skorðaður fastur í hálku við afleggjarann að aðstöðunni við lónið. Meira »

Búið að bera kennsl á líkið

12:52 Lögregla hefur borið kennsl á lík manns sem fannst í Foss­vog­in­um um fjög­ur­leytið í fyrradag. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir það í samtali við mbl.is en maðurinn var Íslendingur á fertugsaldri. Meira »

Þingsetningarathöfn hafin

13:49 Setning 148. löggjafaþings fer fram í dag. Þingsetningarathöfnin hófst kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfandi forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn gengu fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Meira »

Hafþór Eide aðstoðarmaður Lilju

13:02 Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.   Meira »

Úreltur tölvubúnaður rannsóknarskipa

12:47 Tölvubúnaður hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er orðinn nærri 20 ára gamall og er framleiðandinn hættur þjónustu á búnaðinum. Ef búnaðurinn bregst er skipið ónothæft í langan tíma og ógnar þetta rekstraröryggi skipsins. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Toyota Corolla
Toyota Corolla árg. 2007 til sölu. Ekin 126 þús. km. Bifreiðin er í góðu ástandi...
Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu
Bók sem leynir á sér eftir Jóhannes Sigvaldason úr Svarfaðardal. Norðlenski húmo...
Kristalsljósakrónur - Grensásvegi 8
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
 
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...