Opnað á dreifingu Kóransins

Með nýju reglunum er opnað á dreifingu Kóransins í grunnskólum ...
Með nýju reglunum er opnað á dreifingu Kóransins í grunnskólum Hafnarfjarðar eins og annarra trúarrita sem notuð eru í kennslufræðilegum tilgangi. Kristinn Ingvarsson

Með nýjum viðmiðunarreglum um samskipti leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar við trúar- og lífsskoðunarfélög er opnað á að múslímar dreifi Kóraninum til nemenda og sama hátt og Gídeon-félagið hafi dreift Nýja testamentinu undanfarna áratugi. Skilyrðið verður í báðum tilvikum að ritin séu notið við kennslu.

Eins og greint hefur verið frá á mbl.is í dag samþykkti fræðsluráð Hafnarfjarðar í morgun nýjar viðmiðunarreglur um samskipti leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar við trúar- og lífsskoðunarfélög. Einnig var greint frá því að bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks teldi reglurnar ekki koma í veg fyrir að Gídeon-félagið kæmi í skóla og dreifði Nýja testamentinu til nemenda.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður fræðsluráðs, segir að það sem fyrst og fremst hafi verið tekist á um í starfi nefndarinnar hafi verið dreifing boðandi efnis í skólunum. „Við förum aðra leið en Reykjavík, en þar var sett á hreint og klárt bann við dreifingu Nýja testamentisins. Við tölum um að ekki eigi að dreifa boðandi efni í trúarlegum tilgangi. Hins vegar tökum við sérstaklega fram að dreifa megi efni sem tengist fræðslu og stuðlar að menningarlæsi barna. Þannig að sé efnið notað í kennslufræðilegum tilgangi er komin upp ný staða.“

Skólans að meta fræðslugildið

Í viðmiðunarreglunum segir að trúar- og lífsskoðunarfélög skuli ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla bæjarins á skólatíma. Guðrún Ágústa segir að þarna sé aðeins verið að skrásetja vinnubrögð sem skólarnir hafi þróað undanfarin ár, enda stundi trúar- og lífsskoðunarfélög ekki starfsemi innan skólanna í dag.

Þá segir að starfsemin eigi við um allar heimsóknir í lífsskoðunar- og trúarlegum tilgangi og dreifingu á boðandi efni. „Með boðandi efni er átt við hluti sem gefnir eru eða notaðir sem hluti af trúboði, það er tákngripir, fjölfölduð trúar- og lífsskoðunarrit, bækur, hljóðrit, prentmyndir og kvikmyndir. Ekki er átt við efni sem tengist fræðslu er stuðlar að menningarlæsi barna.“

Guðrún segir að þarna sé því farin önnur leið en í Reykjavík. „Þeir tóku hreina og klára afstöðu en við töldum að annaðhvort þyrfti að banna eða beita jafnræði, þannig að ljóst sé að efnið sé í kennslufræðilegum tilgangi en ekki boðandi tilgangi.“

Hver ákveður hvaða efni tengist kennslunni?

„Það hefur fram til þessa verið í höndum kennara og skólastjórnenda, og verður áfram. Og með viðmiðunarreglunum er kominn farvegur fyrir foreldra ef þeir túlka þetta með öðrum hætti, þá er því vísað til úrskurðar Fræðsluþjónustunnar.“

Ekki allt boðandi efni fræðsluefni

Beðin um að gefa dæmi um efni sem geti fallið undir kennslufræðilegt efni nefnir Guðrún Ágústa Nýja testamentið. „Þetta er rit sem hægt er að nýta, eða hluta af því í trúarbragðafræði. En við setjum þetta í hendurnar á skólastjórnendum og kennurum.“

Er ekki hægt að nota Kóraninn í trúarbragðafræði?

„Jú, í trúarbragðafræði sem hluta af kennslufræðilegu efni til að stuðla að menningarlæsi barna. Við vísum í þessi rit í kennsluefni.“

Þannig að heimilað er að dreifa Kóraninum í grunnskólum Hafnarfjarðar?

„Sem kennslufræðilegu gagni, já.“

Spurð hvort viðmiðunarreglurnar séu ekki óljósar segir Guðrún Ágústa að svo ekki. Það skipti máli að binda ekki faglegar kennslufræðilegar forsendur kennara til að starfa samkvæmt aðalnámskrá leik- og grunnskóla.

En getur ekki allt boðandi efni sem talið er upp í reglunum talist fræðsluefni sem stuðli að menningarlæsi barna?

„Það þarf nú ekki að vera. Ég treysti mér ekki til að tína til hvað sé ekki fræðsluefni, en ég myndi halda að þau rit sem ákveðin trúfélög ganga um með í hús til fólks væri hreint og klárt boðandi efni og ekki til þess fallið að stuðla að menningarlæsi barna.“

Geta látið starfsmenn skólans fá efnið

Á vefsvæði Gídeonfélagsins er fjallað um það hvernig dreifing Nýja testamentisins fer fram. Þar segir: „Úthlutun fer þannig fram að í upphafi segja félagar frá stofnun félagsins og að því loknu er þeim nemendum sem þiggja vilja bókina afhent hún og farið í stuttu máli yfir hvernig Biblían skiptist í Gamla og Nýja testamentið. Einnig er farið yfir hvernig rit Biblíunnar skiptast í kafla og vers og nemendum kennt að fletta upp ritningarversi.

Spurð hvort það stangist ekki á við reglurnar, þ.e. það ákvæði að trúar- og lífsskoðunarfélög skuli ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla, að félög komi og dreifi efni sínu þó svo um fræðsluefni sé að ræða, segir Guðrún Ágústa: „Þau geta komið og látið starfsmenn skólanna fá efnið. Þá er það skólans að meta hvort það verði tekið og kennari noti það í kennslufræðilegum tilgangi.“

Guðrún Ágústa tekur skýrt fram að reglurnar verði endurskoðaðar innan árs með hlutaðeigandi aðilum.

Ungur drengur með Kóraninn.
Ungur drengur með Kóraninn. AP
Enn má setja upp helgileiki í Hafnarfirði.
Enn má setja upp helgileiki í Hafnarfirði. mbl.is/Ernir
Staflar af Kóraninum.
Staflar af Kóraninum. Reuters
mbl.is

Innlent »

Fjórir fá 20 milljónir hver

19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »

Kerfisbreytingar lagðar til hliðar

18:52 „Manni virðist þessi ríkisstjórn í raun og veru snúast fyrst og fremst um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstjórn, sveltistefnu í garð almannaþjónustu og skattabreytingum sem eru ekki til þess að auka jöfnuð heldur þvert á móti,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Lítið bóli á þeim kerfisbreytingum sem Viðreisn og Björt framtíð hafi boðað. Meira »

Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni lokið

18:38 Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem haldið var í 34. sinn í dag, er nú lokið. Rúmlega fjórtán þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Mála stíginn rauðan

18:15 Í Sjálandshverfi í Garðabæ hafa nokkrir kaflar á göngu- og hjólastíg hverfisins verið málaðir rauðir. Svokölluðum hvinröndum verður komið fyrir á rauðu köflunum á næstunni en það eru litlar rákir í gangstéttinni Meira »

Herramenn flytja úr sögulegu húsnæði

17:40 Þau sögulegu tíðinda verða í vetur að rakarastofan Herramenn í Kópavoginum flyst úr húsnæðinu sem hefur hýst stofuna frá fyrsta degi, en í húsinu hafa Kópavogsbúar, og aðrir, látið klippa sig í yfir hálfa öld en stofan er gegnt bæjarstjórnarskrifstofum Kópavogsbæjar að Neðstutröð 8 við Fannborg. Meira »

Margir heimsóttu forsetahjónin í dag myndasyrpa

17:05 Opið hús var á Bessastöðum í dag milli 12 og 16 og gátu gestir skoðað Bessastaðastofu, elsta húsið, móttökusal, fornleifakjallara og hitt sjálf forsetahjónin. Meira »

Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

17:13 Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár. Meira »

Dansmaraþon á Klapparstíg

15:50 Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað. Meira »

Þættir um feril Eiðs Smára

13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »
Ford Transit Rimor árg. 2008
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara fyrir einstaklinga og ...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum, bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í...
Citroen C4 sjálfskiptur og nýskoðaður
Dökkblár Citroen C4. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Ársgömul...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...