Opnað á dreifingu Kóransins

Með nýju reglunum er opnað á dreifingu Kóransins í grunnskólum ...
Með nýju reglunum er opnað á dreifingu Kóransins í grunnskólum Hafnarfjarðar eins og annarra trúarrita sem notuð eru í kennslufræðilegum tilgangi. Kristinn Ingvarsson

Með nýjum viðmiðunarreglum um samskipti leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar við trúar- og lífsskoðunarfélög er opnað á að múslímar dreifi Kóraninum til nemenda og sama hátt og Gídeon-félagið hafi dreift Nýja testamentinu undanfarna áratugi. Skilyrðið verður í báðum tilvikum að ritin séu notið við kennslu.

Eins og greint hefur verið frá á mbl.is í dag samþykkti fræðsluráð Hafnarfjarðar í morgun nýjar viðmiðunarreglur um samskipti leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar við trúar- og lífsskoðunarfélög. Einnig var greint frá því að bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks teldi reglurnar ekki koma í veg fyrir að Gídeon-félagið kæmi í skóla og dreifði Nýja testamentinu til nemenda.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður fræðsluráðs, segir að það sem fyrst og fremst hafi verið tekist á um í starfi nefndarinnar hafi verið dreifing boðandi efnis í skólunum. „Við förum aðra leið en Reykjavík, en þar var sett á hreint og klárt bann við dreifingu Nýja testamentisins. Við tölum um að ekki eigi að dreifa boðandi efni í trúarlegum tilgangi. Hins vegar tökum við sérstaklega fram að dreifa megi efni sem tengist fræðslu og stuðlar að menningarlæsi barna. Þannig að sé efnið notað í kennslufræðilegum tilgangi er komin upp ný staða.“

Skólans að meta fræðslugildið

Í viðmiðunarreglunum segir að trúar- og lífsskoðunarfélög skuli ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla bæjarins á skólatíma. Guðrún Ágústa segir að þarna sé aðeins verið að skrásetja vinnubrögð sem skólarnir hafi þróað undanfarin ár, enda stundi trúar- og lífsskoðunarfélög ekki starfsemi innan skólanna í dag.

Þá segir að starfsemin eigi við um allar heimsóknir í lífsskoðunar- og trúarlegum tilgangi og dreifingu á boðandi efni. „Með boðandi efni er átt við hluti sem gefnir eru eða notaðir sem hluti af trúboði, það er tákngripir, fjölfölduð trúar- og lífsskoðunarrit, bækur, hljóðrit, prentmyndir og kvikmyndir. Ekki er átt við efni sem tengist fræðslu er stuðlar að menningarlæsi barna.“

Guðrún segir að þarna sé því farin önnur leið en í Reykjavík. „Þeir tóku hreina og klára afstöðu en við töldum að annaðhvort þyrfti að banna eða beita jafnræði, þannig að ljóst sé að efnið sé í kennslufræðilegum tilgangi en ekki boðandi tilgangi.“

Hver ákveður hvaða efni tengist kennslunni?

„Það hefur fram til þessa verið í höndum kennara og skólastjórnenda, og verður áfram. Og með viðmiðunarreglunum er kominn farvegur fyrir foreldra ef þeir túlka þetta með öðrum hætti, þá er því vísað til úrskurðar Fræðsluþjónustunnar.“

Ekki allt boðandi efni fræðsluefni

Beðin um að gefa dæmi um efni sem geti fallið undir kennslufræðilegt efni nefnir Guðrún Ágústa Nýja testamentið. „Þetta er rit sem hægt er að nýta, eða hluta af því í trúarbragðafræði. En við setjum þetta í hendurnar á skólastjórnendum og kennurum.“

Er ekki hægt að nota Kóraninn í trúarbragðafræði?

„Jú, í trúarbragðafræði sem hluta af kennslufræðilegu efni til að stuðla að menningarlæsi barna. Við vísum í þessi rit í kennsluefni.“

Þannig að heimilað er að dreifa Kóraninum í grunnskólum Hafnarfjarðar?

„Sem kennslufræðilegu gagni, já.“

Spurð hvort viðmiðunarreglurnar séu ekki óljósar segir Guðrún Ágústa að svo ekki. Það skipti máli að binda ekki faglegar kennslufræðilegar forsendur kennara til að starfa samkvæmt aðalnámskrá leik- og grunnskóla.

En getur ekki allt boðandi efni sem talið er upp í reglunum talist fræðsluefni sem stuðli að menningarlæsi barna?

„Það þarf nú ekki að vera. Ég treysti mér ekki til að tína til hvað sé ekki fræðsluefni, en ég myndi halda að þau rit sem ákveðin trúfélög ganga um með í hús til fólks væri hreint og klárt boðandi efni og ekki til þess fallið að stuðla að menningarlæsi barna.“

Geta látið starfsmenn skólans fá efnið

Á vefsvæði Gídeonfélagsins er fjallað um það hvernig dreifing Nýja testamentisins fer fram. Þar segir: „Úthlutun fer þannig fram að í upphafi segja félagar frá stofnun félagsins og að því loknu er þeim nemendum sem þiggja vilja bókina afhent hún og farið í stuttu máli yfir hvernig Biblían skiptist í Gamla og Nýja testamentið. Einnig er farið yfir hvernig rit Biblíunnar skiptast í kafla og vers og nemendum kennt að fletta upp ritningarversi.

Spurð hvort það stangist ekki á við reglurnar, þ.e. það ákvæði að trúar- og lífsskoðunarfélög skuli ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla, að félög komi og dreifi efni sínu þó svo um fræðsluefni sé að ræða, segir Guðrún Ágústa: „Þau geta komið og látið starfsmenn skólanna fá efnið. Þá er það skólans að meta hvort það verði tekið og kennari noti það í kennslufræðilegum tilgangi.“

Guðrún Ágústa tekur skýrt fram að reglurnar verði endurskoðaðar innan árs með hlutaðeigandi aðilum.

Ungur drengur með Kóraninn.
Ungur drengur með Kóraninn. AP
Enn má setja upp helgileiki í Hafnarfirði.
Enn má setja upp helgileiki í Hafnarfirði. mbl.is/Ernir
Staflar af Kóraninum.
Staflar af Kóraninum. Reuters
mbl.is

Innlent »

Óæskilegt að setja lög í óðagoti

18:50 Setning bráðabirgðalaga til að flýta fyrir lögbannsmáli Stundarinnar og RME er slæm hugmynd út frá sjónarmiðum um þrígreiningu ríkisvaldsins að mati lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Meira »

Fylgi VG og Sjálfstæðisflokks jafnt

18:40 Fylgi Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokksins mælist jafnt í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur er á vef RÚV. Mælast Vinstri-græn með rúmlega 23% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 23% fylgi. Munurinn telst innan skekkjumarka. Meira »

Er hurðin að klaustrinu fundin?

18:30 „Það hníga veigamikil rök að því að Valþjófsstaðarhurðin hafi í raun komið frá klaustri sem Jón Loftsson í Odda stofnaði að Keldum á Rangárvöllum árið 1193.“ Þannig kemst Steinunn Kristjánsdóttir að orði þegar hún réttir blaðamanni eintak af nýrri bók sem hún hefur ritað. Meira »

„Við getum gert allt betur“

17:58 Kostnaður við slys á Íslandi er árlega allt að 100 milljarðar. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert til að uppfæra Slysaskráningu Íslands í 20 ár og eru skráningar þar að mestu handvirkar. Því reynist erfitt að sækja gögn í kerfið og greina hvar sækja megi fram í slysavörnum til að fækka slysum. Meira »

Viðgerð á Herjólfi tefst enn

17:29 Herjólfur fer ekki í viðgerð í nóvember líkt og til stóð, en fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Vegagerðin hafi gengið frá leigu á norsku ferjunni BODÖ áður en í ljós kom að rekstaraðili Herjólfs, Eimskip, getur ekki staðið við þá áætlun að gera við Herjólf á þeim tíma sem ráðgert var. Meira »

Blekkingaleiknum vonandi lokið

17:11 Náttúruverndarsamtök Íslands segja að legið hafi fyrir í tvö ár að Ísland geti ekki staðið við skuldbindingar sínar á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar. Vonandi sé því nú lokið þeim blekkingarleik stjórnvalda og stóriðju- og orkufyrirtækja að Íslendingar séu heimsmeistarar í hreinni orku. Meira »

Kosningaspegill mbl.is 2017

15:13 Vilt þú sjá verðtrygginguna fara veg allrar veraldar? Kasta krónunni? Kaupa áfengi í matvöruverslunum? Nú getur þú komist að því hvernig skoðanir þínar ríma við afstöðu stjórnmálaflokkanna í laufléttum kosningaleik mbl.is. Meira »

Creditinfo brugðust strax við úrskurði

15:15 Creditinfo hefur nú þegar gert breytingar á mati á lánshæfi einstaklinga í samræmi við kröfu Persónuverndar í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Í úrskurðinum komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki mætti nota uppflettingar innheimtuaðila í vanskilaskrá við gerð skýrslna um lánshæfismöt. Meira »

Meðallífeyrisþeginn á 40 milljónir

15:02 Hrein eign fólks yfir 67 ára aldri var rúmlega 40 milljónir króna að meðaltali árið 2016. Í kjölfar ummæla Brynjars Níelssonar hafði blaðamaður samband við Hagstofuna til þess að fá upplýsingar um málið. Meira »

„Þetta er klárlega barningur“

14:53 „Markmiðið núna er að eftir 50 ár verði hlutfall skógar komið upp í 5%,“ hefur New York Times eftir Sæmundi Þorvaldssyni, verkefnisstjóra hjá Skógræktinni, í ítarlegri grein um skógrækt á Íslandi. Meira »

Tóku þátt í að uppræta smygl á fólki

14:34 Lögreglan á Suðurnesjum kom fyrr á þessu ári að upprætingu skipulagðra glæpasamtaka sem grunuð eru um smygl á fólki frá Suður-Evrópu til Bandaríkjanna, með viðkomu m.a. í Finnlandi og á Íslandi. Lögreglan hóf rannsókn þessa tiltekna máls í janúar 2017. Meira »

Flestum óhætt að nota þráðlaus net

14:22 Svo virðist sem mesta hættan vegna KRACK veikleikans sem brýtur WPA2 dulkóðun á þráðlausum WiFi netum sé liðin hjá. Fjarskiptafélögin á Íslandi hafa sett inn öryggisuppfærslur á nánast alla WiFi netbeina sína. (e. router). Meira »

Víðtækar afleiðingar frekari hlýnunar

14:17 Hall­dór Björns­son, sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, sagði að lofts­lags­sag­an væri saga skrykkj­ótt­ar kóln­un­ar með hlýj­um köfl­um inn á milli. Síðustu 200 ár hefði verið skrykkj­ótt hlýn­un með köld­um köfl­um hér á landi. Meira »

Á að leiða til betri meðferðar

14:01 Notkun geislunar í læknisfræðilegum tilgangi hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Ekki er hins vegar ástæða til þess að óttast þá þróun, þar sem notkun hennar skili sér langoftast í betri heilbrigðisþjónustu við sjúklinga. Meira »

Göngugötur í miðborginni á Airwaves

13:11 Nokkrum götum miðborgar Reykjavíkur verður breytt í göngugötur meðan tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 1. til 5. nóvember. Þetta var samþykkt í borgarráði í gær. Meira »

Lögreglan leita að hvítum fólksbíl

14:11 Lögreglan á Suðurnesjum er að leita að hvítum Volkswagen golf með skráningarnúmerinu ZG K81 sem stolið var frá bifreiðastæðinu við Bláa lónið. Lögreglan óskar vinsamlegast eftir að því að þeir sem hafi upplýsingar um hvar bifreiðin er niðurkomin hafi samband í síma 444-2200. Meira »

„Ég hef engu logið“

13:59 „Nú er nokkur tími liðinn frá því að mesta moldviðrið gekk yfir í málinu sem kennt er við uppreist æru.“ Þannig hefst færsla Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún fer yfir mál er varða uppreist æru en hún segir það hafa verið mikla reynslu fyrir nýjan þingmann. Meira »

Kynnti sviðsmynd um minnkandi losun

13:10 Áætla má að Ísland þurfi að minnka árlegan útblástur gróðurhúsalofttegunda um allt að milljón tonn koldíoxíðs fyrir 2030. Hægt væri að ná um helmingi þessa samdráttar með aðgerðum í samgöngum. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...