Stórir og smáir hundar í sátt og samlyndi

„Hundar þurfa þjálfun í að umgangast hunda af mismunandi tegundum, það getur komið í veg fyrir árekstra á milli hunda og árásir. Það er svo misjafnt hvernig hundar líta út og hvernig þeir tjá sig og það getur verið erfitt fyrir hund að lesa í hegðun hunds af annarri tegund.“

Þetta segir Ingibjörg Svana Runólfsdóttir, hundaræktandi og hundaeigandi, sem reglulega stundar svokallaða umhverfisþjálfum með hundunum sínum tveimur, sem eru amerískur cocker-spaniel og chow-chow,  öðrum hundum og eigendum þeirra.

Þar koma saman hundar ólíkra tegunda, af öllum stærðum og gerðum og ganga saman í sátt og samlyndi.

„Hundar geta hreinlega orðið hræddir þegar þeir hitta hunda af tegund sem þeir ekki þekkja og hræddur hundur er hættulegur hundur,“ segir Svana. „Umhverfisþjálfunin felst í því að auka þennan þátt í uppeldi hunda og líka að þeir læri á umhverfishljóð, eins og t.d. bílflaut og hljóð sem fylgja umferð.“

„Sumir hundar eru ekki vanir að sjá stóra hunda, eða hund sem er með feld ofan í augu. Svo hegða hundar sér á mismunandi hátt þegar þeir hitta aðra hunda; sumir setja upp kamb, aðrir tjá sig með skottinu og enn aðrir nota eyrun.“

Svana hefur fengist við uppeldi og ræktun hunda um langt skeið og segir tískusveiflur í því eins og öðru. „Áður var til dæmis algengt að húsvenja hunda með því að láta þá gera þarfir sínar á dagblað, en það gerir varla nokkur maður í dag. Fólk er líka hætt að öskra á hunda heldur er þeim leiðbeint meira en áður. Fólk er líka að átta sig á því hvað umhverfisþjálfun er mikilvæg.“

Hún segir aldrei of seint að byrja á umhverfisþjálfun þó að hundurinn sé kominn af léttasta skeiði og gott sé að byrja á að fara með hann í sem fjölbreyttastar aðstæður, helst í félagsskap hunda af öðrum tegundum. Mikilvægt sér að hundar séu í taumi í umhverfisþjálfun, það sé ávísun á slagsmál að fara með þá nokkra saman út í móa og sleppa þeim lausum.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Fyrst að ljúka Gullhringnum

17:50 Ingvar Ómarsson og María Ögn Guðmundsdóttir úr Tindi sigruðu Kia Gullhringinn árið 2014.   Meira »

Haukar keppa í rugby í fyrsta sinn

17:34 Sögulegur stund var á Hlíðarenda í dag þegar nýstofnað rugbylið Hauka lék sinn fyrsta keppnisleik á móti Rugbyfélagi Reykjavíkur. Meira »

Kjötkveðjuhátíð á Ingólfstorgi

16:27 Eins og áður þegar kappleikir hafa verið á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu verður kveikt á risaskjánum á Arena de Ingólfstorg bæði í kvöld þegar leikið verður til þrautar um þriðja sætið á mótinu og eins á morgun þegar sjálfur úrslitaleikurinn fer fram. Verður þá blásið í tryllta sambastemningu. Meira »

Þurftu að vaða ísvatn á leiðinni

16:06 „Ég var að fara í mitt sjötta Laugavegshlaup og maður nær alltaf að gera aðeins betur og betur. Þetta gekk gríðarlega vel.,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, sigurvegari kvenna í Laugavegshlaupinu. Elísabet hljóp Laugaveginn á 5 klukkutímum, 34 mínútum og fimm sekúndum. Meira »

Fordæmir ofbeldi Ísraela myndskeið

15:17 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lýsir þungum áhyggjum af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs og harmar að almennir borgarar, þar á meðal fjöldi barna, hafi látið lífið í árásum Ísraela á Gaza. Meira »

Ánægja þrátt fyrir niðurskurð

14:01 Heilbrigðisþjónusta hérlendis hefur gjarnan þótt standast vel samanburð við önnur ríki á Vesturlöndum. Í kjölfar efnahagshrunsins hefur hins vegar aðhald og niðurskurður í heilbrigðiskerfinu leitt til þess að gagnrýni hefur aukist auk þess sem álag á þeim sem starfa þar hefur verið talið óhóflegt. Meira »

Bréfið ekki eftir umboðsmann Alþingis

15:24 Morgunblaðið vill biðja lesendur sína afsökunar á rangfærslum í Reykjavíkurbréfi sunnudagsblaðsins, þar sem vitnað er til bréfs sem talið var að væri frá umboðsmanni Alþingis. Á daginn hefur komið að bréfið var ekki frá honum komið. Meira »

Hljóp Laugaveginn á mettíma

14:42 „Ég ætlaði að slá met, ég ætlaði ekki af stað öðru vísi,“ segir Þorbergur Ingi Jónsson sem hljóp 55 km um öræfi Laugavegarins í dag á 4 klukkutímum, 7 mínútum og 47 sekúndum. Þar með sló hann metið í karlaflokki um 12 mínútur. Krapasnjór var í Hrafntinnuskeri og blautviðri alla leiðina. Meira »

Alsæla á Eistnaflugi

13:21 Um 1800 manns eru staddir á Neskaupsstað þar sem árshátíð þungarokksins, Eistnaflug, hófst á miðvikudag og nær hápunkti sínum í kvöld þegar HAM stígur á svið. Meira »

Þorbergur Ingi með forystu á Laugavegi

12:57 Alllt gengur vel í Laugavegshlaupinu sem ræst var í morgun kl.9 í Landmannalaugum. Veðrið í Þórsmörk er mjög gott, logn og sést öðru hvoru til sólar, að sögn talsmanna hlaupsins. Meira »

Leiðnin að lækka í hlaupvatninu

12:22 Hlaupvatns frá jarðhitasvæðum undir Mýrdalsjökli gætir enn í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Há rafleiðni mælist enn í báðum ánum en nýjustu mælingar gefa til kynna að leiðnin sé tekin að lækka, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Meira »

Þokan heillar eins og norðurljósin

12:06 „Ég hef aldrei skilið þegar menn bölva þokunni. Hún snarbreytir landslaginu og er ein af kennileitum Íslands sem vantar að nýta,“ segir Ívar Ingimarsson, sem fer fyrir hópi áhugamanna um Þokusetur á Austfjörðum. Meira »

Yfirliðið er liðið sem ætlar yfir

11:51 Fimm kvenna sundteymi hyggst spreyta sig á því að synda boðsund yfir gervallt Ermasundið frá Englandi til Frakklands og aftur til baka í næstu viku, en engin önnur íslensk sundsveit hefur afrekað slíkt áður. Synt verður til styrktar AHC-samtökunum. Meira »

Vann ólympíubrons í stærðfræði

10:27 Sigurður Jens Albertsson, 19 ára gamall nemandi úr MR, landaði bronsverðlaunum á Ólympíuleikunum í stærðfræði, sem fara nú fram í Höfðaborg í Suður-Afríku. Annar íslenskur keppandi, Hjalti Þór Ísleifsson, fékk auk þess heiðursviðurkenningu fyrir að klára eitt dæmanna fullkomlega. Meira »

Stærsta götuhjólakeppni landsins í dag

09:45 Vegfarendur í uppsveitum Árnessýslu eru beðnir um að sýna aðgát í dag þegar stærsta götuhjólakeppni landsins, KIA gullhringurinn, fer fram á Biskupstungnabrut, Þingvallaleið og Lyngdalsheiði. Alls taka 350 hjólreiðamenn þátt, en keppnin er ræst frá Laugarvatni kl. 10. Meira »

Húsið verndað sama hvað

10:57 Sama hvernig litið er á var algerlega óheimilt að raska ríflega 100 ára gömlu húsi, sem varð fyrir skemmdarverkum í Bolungarvík aðfaranótt mánudags. Þetta segir Þór Hjaltalín, minjavörður. Rannsókn á málinu stendur enn yfir. Meira »

Fleiri dauðsföll til skoðunar

10:03 Fleiri dauðsföll hafa bæst í við þau átta sem embætti landlæknis ákvað að skoða í mars síðastliðnum og tengjast notkun sterkra verkjalyfja. Oft er um að ræða fíkla sem leysa lyfin upp og sprauta sig með þeim. Er þá meðal annars skoðað hvernig þeir fengu lyfin og hvort um læknaráp sé að ræða. Meira »

Hlaupa á vit öræfanna

09:06 365 hlauparar glíma við náttúruöflin í dag í hinu árlega Laugavegshlaupi, 55 km um hálendi Íslands, sem ræst er nú kl. 9 í Landmannalaugum. Búast má við öllu af veðrinu auk þess sem árnar geta verið vatnsmiklar eftir rigningu og leysingar síðustu daga. 66% þeirra sem taka þátt hafa aldrei hlaupið áður. Meira »
Festing fyrir gervihnattadisk
Til sölu utanhúss festing f. gervihnött. Sjá mynd. Það þarf að grunna og mála en...
Vantar fjaðrir undir L200 MC
Vantar fjaðriir eða blöð undir L200 MC pikkup uppl í sima 5641787 ---89220...
COTON DE TULÉAR TIL SÖLU
Coton de Tuléar til sölu Þessir hundar eru tilvaldir fyrir f...
SUMARHÚSAKERFI A22+
A22+ Sumarhúsakerfið er eitt vinsælasta kerfið sem Boðtækni ehf. hefur í boði. ...
 
Bókaveisla
Til sölu
Bókaveisla Hin landsfræga ...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Tillaga að breytingu á A...
Bakari
Önnur störf
Bakari Yfirbakari óskast Bakar...