Góðvild og réttlæti móti siði

Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands.
Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands. Árni Sæberg

„Við þökkum þér íslenskt mál, manndóm og menningu þjóðarinnar, frelsi vort og fullveldi. Blessa oss gjafir þínar og hjálpa oss að varðveita þær í trúmennsku og ábyrgð,“ sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í guðsþjónustu sem fram fór í Dómkirkjunni í morgun.

Karl sagði m.a. í ávarpi sínu mikilvægt að forðast fordóma og hroka gagnvart framandi fólki, hefðum og háttum. „Lát góðvild, gestrisni, réttlæti og mannúð móta viðhorf og umgengni, siði og háttu.“

Því næst blessaði biskup forseta Íslands og ríkisstjórn; Alþingi og dómstóla; sveitarstjórnir; fjölmiðla; skóla og aðrar áhrifastofnanir samfélagsins. „Láttu þitt ljós og anda leiða og blessa það allt og náð þína og frið yfir því hvíla.“

„Friðarins guð, gef frið á jörðu og stöðva ill ráð ofstopamanna og greið veg þeirra sem flytja sátt og semja frið milli þjóða og kynþátta og trúarbragða. Heilagi faðir, við felum þér það allt sem á huganum hvílir og í hjartanu býr.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert