3,7 milljörðum varið í Norðfjarðargöng

Alþingi samþykkti í morgun samgönguáætlun til ársins 2014.
Alþingi samþykkti í morgun samgönguáætlun til ársins 2014. mbl.is/Golli

Alþingi samþykkti í dag samgönguáætlun til ársins 2014, en samkvæmt henni verður 3.700 milljónum varið til gerðar Norðfjarðarganga á næstu tveimur árum.

Áætlaður kostnaður við Norðfjarðargöng er 10,5 milljarðar, en þau verða 16 km að lengd. Samkvæmt samgönguáætlun á að verja 1.200 milljónum til verksins árið 2013 og 2.500 milljónum árið 2014.

Samkvæmt samgönguáætlun á að verja samtals 19.553 milljónum til samgönguframkvæmda á næsta ári, en fjárveitingin í ár er 16.244 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert