Fimm leikskólar voru verðlaunaðir

Frá leikskólanum Sæborg. Úr myndasafni.
Frá leikskólanum Sæborg. Úr myndasafni. mbl.is/Brynjar Gauti

Leikskólarnir Laufskálar, Rauðaborg, Sólborg, Sæborg og Ægisborg fengu í dag hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar fyrir þróunar- og nýbreytnistarf.

Ennfremur fékk Rakel G. Magnúsdóttir, leikskólakennari í Bakkabergi, hvatningarverðlaun fyrir frumkvöðlastarf í upplýsingatækni með leikskólabörnum.

Verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og afhentu Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, og Eva Einarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, leikskólastjórum og starfsfólki leikskólanna verðlaunin.

Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að leitað hafi verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlaunanna meðal annars hjá foreldrum, öfum og ömmum og starfsfólki leikskólanna og fór valnefnd yfir þær hátt í fjörutíu tilnefningar sem bárust en formaður nefndarinnar var Eva Einarsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert