Fréttaskýring: Munu landsmenn hrósa „appi“?

Þessi kona er örugglega að komin með nýjasta appið.
Þessi kona er örugglega að komin með nýjasta appið. AFP

Orðið „app“ hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Reglulega berast fréttir af nýju appi sem eigendur snjallsíma og spjaldtölva eru hvattir til að nálgast. App, sem er stytting á enska orðinu application, hefur m.a. verið þýtt sem snjallsímaforrit. Nú hefur þýðingin stefja litið dagsins ljós, en er ekki í lagi að nota orðið app?

Ari Páll Kristinsson, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun, segist ekki sjá neina sérstaka meinbugi á því. App sé ágætt orð að því leyti að það falli að beygingarkerfinu, en það beygist eins og orðin happ eða klapp. Auk þess sé bæði auðvelt að bera orðið fram og skrifa það.

„Mér heyrist ekki vera samstaða um neitt orð, sem er alíslenskt, til að leysa þetta af hólmi,“ segir Ari Páll í samtali við mbl.is. Hann bendir hins vegar á að nýjasta þýðingin sé orðið stefja sem komi frá orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands.

Ekki gegnsætt

Það hve mönnum gengur illa að finna íslenskt orð yfir app bendir til þess að mönnum sé ekki vel ljóst hvað við sé átt þegar talað sé um app, þ.e. orðið er ekki gegnsætt, að sögn Ara Páls. Hvað varðar þýðinguna stefja þá megi segja að það sé ekki heldur nægilega lýsandi.

„App hefur þann ókost, eins og mörg tökuorð, að það segir ekki sjálft hvað það er,“ segir Ari Páll. Orðið fái merkingu sína af notkuninni sem sé algengt. „En mér finnst stefja ekkert segja mér hvað það er,“ bætir Ari Páll við.

„Í nýyrðadagbókinni segir [að orðið app sé] varasamt. Við erum ekki alveg tilbúin að mæla ákveðið með því,“ segir Ari Páll. Það gæti enn einhverjar tregðu í samfélaginu við að samþykkja orðið.

Ritmál og talmál skipta með sér verkum

App er tölvuforrit sem er hugsað fyrir snjallsíma á borð við iPhone og spjaldtölvur. Dæmi um slíkt forrit er 112 Iceland sem var nýverið kynnt. Það er snjallsímaforrit sem er ætlað að auka öryggi ferðafólks.

Orðið app er ætlað að útskýra að um einhverskonar smækkun sé að ræða, eða smáforrit eða forritsstubbur. Hugmyndin með orðinu stefja er væntanlega svipuð að sögn Ara Páls. Þar sé einnig um smækkun að ræða, þ.e. stef sem getur t.d. þýtt vísupartur.

Ari Páll segir mögulegt að lokaniðurstaðan verði sú að app verði notað í daglegu tali og - mögulega - stefja í bókmáli. Það sé ekki ósvipað því og segja megi um notkun orðanna bíll og bifreið. „Það virðist vera mjög algengt í íslenskunni að ritmálið og talmálið skipti með sér verkum,“ segir Ari Páll.

Það er aftur á móti ljóst að öll umræða um tungumálið er af hinu góða. „Það er ekki dauðvona meðan maður talar svona mikið um það,“ segir Ari Páll að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Íslendingar virðast frekar vilja dætur

08:18 Ekki er endilega ástæða til að hafa áhyggjur af lækkandi fæðingartíðni hérlendis, sem lesa má úr tölum allra síðustu ára. Konur gætu einfaldlega verið að seinka barneignum. Auk þess virðast Íslendingar fremur vilja eignast dætur en syni. Meira »

Vilja afskrá sjö vita á landinu

07:57 Samráðshópur Vegagerðarinnar hefur lagt til að leggja niður og afskrá sjö vita auk þess að leggja niður þrjá vita sem landsvita og gera þá að hafnarvitum. Meira »

Tafir vegna framkvæmda í Borgarnesi

07:16 Talsverðar viðhaldsframkvæmdir verða á hringvegi frá Borgarnesi að Laugabakka í Miðfirði næstu daga og verður umferðarstýring við framkvæmdasvæðið með 10-15 mínútna bið í senn. Einnig er unnið við blettanir í Dölunum. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi á meðan þessu stendur yfir. Meira »

Tveir lögreglumenn kærðir

07:05 Tveir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sæta rannsókn vegna gruns um að hafa beitt tvo menn grófu ofbeldi við handtöku í maí, með þeim afleiðingum að annar mannanna tvífótbrotnaði. Lögð hefur verið fram kæra á hendur báðum lögreglumönnunum, karli og konu. Meira »

Bæjarins bestu flytur yfir götuna

06:30 Hinn vinsæli pylsuvagn Bæjarins bestu verður í dag fluttur yfir götuna og komið fyrir til bráðabirgða á gangstéttinni fyrir framan Hótel 1919 í Eimskipafélagshúsinu. Meira »

Hlýjast á Vesturlandi í dag

06:26 Hlýjast verður á Vesturlandi en svalast á norðausturhorni landsins í dag og verður hitinn á bilinu 8 til 23 stig. Léttskýjað vestantil en þokuloft við Faxaflóa í nótt og á þokunni að létta þegar líður á morguninn. Meira »

Tveir buðu í veg við Dettifoss

05:30 Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni í gerð Dettifossvegar, frá Dettifossvegi vestri og norður fyrir Súlnalæk.   Meira »

„Súpa seyðið“ af stjórnarsamstarfi

05:30 „Það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að Flokkur fólksins mælist stærri en Björt framtíð og Viðreisn, vegna þess að þau eru auðvitað að súpa seyðið af því að hafa gengið allt of langt á forsendum Sjálfstæðisflokksins í stjórnarsamstarfinu og gengið á bak orða sinna frá því í kosningabaráttunni.“ Meira »

Annar rekstur verði ekki ríkisstyrktur

05:30 Steinþór Arnarson, einn eigenda Fjallsárlóns ehf., sem rekur ferðaþjónustu við Fjallsárlón, segist ekki óttast aukna samkeppni vegna friðlýsingar Jökulsárlóns og umfangsmikils svæðis á Breiðamerkursandi, sem tók gildi í gær. Meira »

Matsmenn fá ekki gögn

05:30 Dómkvaddir matsmenn sem fengnir voru í fyrra til að meta verðmæti stofnfjár í Sparisjóði Vestmannaeyja hafa ekki fengið fullnægjandi aðgang að gögnum til verðmatsins. Bankinn ber fyrir sig bankaleynd. Meira »

Vinnu við vegskála lýkur senn

05:30 Vinna við vegskála Vaðlaheiðarganga Fnjóskadalsmegin hefur gengið vel og er á áætlun.  Meira »

Júlíhitametin falla hvert af öðru

05:30 Í hitabylgjunni sem gengið hefur yfir landið á Norður- og Austurlandi undanfarið hafa júlíhitamet fallið á nokkrum sjálfvirkum stöðvum sem athugað hafa í 17 ár eða meira, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Meira »

Óvissa með laxaseiðaeldisstöð

05:30 Byggðaráð Norðurbyggðar hefur samþykkt aðal- og deiliskipulag vegna uppbyggingar á seiðaeldisstöð á Röndinni á Kópaskeri. Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði á fundi sínum að uppbygging fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni væri líkleg til að styrkja byggð á Kópaskeri. Meira »

Skjálfti upp á 4,5 í Kötlu

Í gær, 22:43 Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 varð í Kötlu nú á ellefta tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst vel í Mýrdal og í Skaftártungu að sögn heimamanna. Annar skjálfti upp á 3,2 varð í kjölfarið. Meira »

„Erum í raun einir á fjallinu“

Í gær, 21:21 „Ég ætlaði reyndar að fara 2020 en svo dó pabbi um jólin þannig að ég ákvað bara að drífa mig af stað,“ segir John Snorri Sigurjónsson í samtali við mbl.is. Svartaþoka, drunur frá snjóflóðum, snjóhengjur og sprungur í fjallinu hafa sett mark sitt á för hans á tind fjallsins K2. Meira »

Öflugir skjálftar í Kötlu

05:30 „Skjálftarnir fundust mjög vel hérna í Mýrdalnum og í Skaftártungum,“ segir Jónas Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Mýrdal, en tveir öflugir jarðskjálftar mældust í öskju Mýrdalsjökuls rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Meira »

Ökklabrotinn göngumaður á Arnarstapa

Í gær, 21:28 Björgunarsveitir Landsbjargar eru að aðstoða göngufólk í vanda á þremur stöðum nú í kvöld. Rétt fyrir átta var tilkynnt um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni á milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi. Meira »

Villtist á fjalli við Seyðisfjörð

Í gær, 21:13 Kona villtist vegna þoku í grennd við Hánefstaðafjall við Seyðisfjörð. Búið er að staðsetja konuna með GPS-tækjum og bíður hún þess að vera sótt og ferjuð niður. Meira »
Tjöld,háþrýstidæla ofl.
Til sölu tjöld,2 manna kr 4000,og 4 manna kr 10000. Samanbrjótanlegur ferðasvef...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Fjölskylda óskar eftir 4+herb íbúð
Fimm manna fjölskylda frá Akureyri bráð vantar 4+ herb íbúð á höfuðborgarsvæðinu...
Skimpróf fyrir ristilkrabbameini !!
Eftir hægðir setur þú eitt Ez DETECT prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
 
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...