Fréttaskýring: Munu landsmenn hrósa „appi“?

Þessi kona er örugglega að komin með nýjasta appið.
Þessi kona er örugglega að komin með nýjasta appið. AFP

Orðið „app“ hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Reglulega berast fréttir af nýju appi sem eigendur snjallsíma og spjaldtölva eru hvattir til að nálgast. App, sem er stytting á enska orðinu application, hefur m.a. verið þýtt sem snjallsímaforrit. Nú hefur þýðingin stefja litið dagsins ljós, en er ekki í lagi að nota orðið app?

Ari Páll Kristinsson, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun, segist ekki sjá neina sérstaka meinbugi á því. App sé ágætt orð að því leyti að það falli að beygingarkerfinu, en það beygist eins og orðin happ eða klapp. Auk þess sé bæði auðvelt að bera orðið fram og skrifa það.

„Mér heyrist ekki vera samstaða um neitt orð, sem er alíslenskt, til að leysa þetta af hólmi,“ segir Ari Páll í samtali við mbl.is. Hann bendir hins vegar á að nýjasta þýðingin sé orðið stefja sem komi frá orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands.

Ekki gegnsætt

Það hve mönnum gengur illa að finna íslenskt orð yfir app bendir til þess að mönnum sé ekki vel ljóst hvað við sé átt þegar talað sé um app, þ.e. orðið er ekki gegnsætt, að sögn Ara Páls. Hvað varðar þýðinguna stefja þá megi segja að það sé ekki heldur nægilega lýsandi.

„App hefur þann ókost, eins og mörg tökuorð, að það segir ekki sjálft hvað það er,“ segir Ari Páll. Orðið fái merkingu sína af notkuninni sem sé algengt. „En mér finnst stefja ekkert segja mér hvað það er,“ bætir Ari Páll við.

„Í nýyrðadagbókinni segir [að orðið app sé] varasamt. Við erum ekki alveg tilbúin að mæla ákveðið með því,“ segir Ari Páll. Það gæti enn einhverjar tregðu í samfélaginu við að samþykkja orðið.

Ritmál og talmál skipta með sér verkum

App er tölvuforrit sem er hugsað fyrir snjallsíma á borð við iPhone og spjaldtölvur. Dæmi um slíkt forrit er 112 Iceland sem var nýverið kynnt. Það er snjallsímaforrit sem er ætlað að auka öryggi ferðafólks.

Orðið app er ætlað að útskýra að um einhverskonar smækkun sé að ræða, eða smáforrit eða forritsstubbur. Hugmyndin með orðinu stefja er væntanlega svipuð að sögn Ara Páls. Þar sé einnig um smækkun að ræða, þ.e. stef sem getur t.d. þýtt vísupartur.

Ari Páll segir mögulegt að lokaniðurstaðan verði sú að app verði notað í daglegu tali og - mögulega - stefja í bókmáli. Það sé ekki ósvipað því og segja megi um notkun orðanna bíll og bifreið. „Það virðist vera mjög algengt í íslenskunni að ritmálið og talmálið skipti með sér verkum,“ segir Ari Páll.

Það er aftur á móti ljóst að öll umræða um tungumálið er af hinu góða. „Það er ekki dauðvona meðan maður talar svona mikið um það,“ segir Ari Páll að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Grenitréð skreytt 36 dögum fyrir jól

08:18 Í gær var unnið að því hörðum höndum að skreyta fagurlega myndað grenitréð í Smáralind og ljá því jólasvip.  Meira »

Ræddu örlög bankakerfisins

08:15 Í endurriti af símtali Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem átti sér stað 6. október 2008, má sjá að í fyrri samskiptum þeirra hafi forsætisráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. Meira »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Vatnslekar í heimahúsum í miðbænum

07:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í tvígang í miðborg Reykjavíkur vegna vatnsleka í heimahúsum í nótt.  Meira »

Skjálfti af stærðinni 3,4 við Siglufjörð

07:40 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð í nágrenni Siglufjarðar um klukkan eitt í nótt. Skjálftinn varð um 11 km norðvestur af Siglufirði að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Fjórir í fangageymslum vegna ölvunar

07:21 Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og handtók hún m.a. sjö einstaklinga í vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Voru þeir allir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Meira »

„Það vissi enginn hvað var í gangi“

05:30 „Við erum með þjónusturekstur og ég sé ekki að þetta fari saman,“ segir Sæunn Kjartansdóttir, hárgreiðslukona á Klipphúsinu að Bíldshöfða 18. Meira »

Jólatörnin hjá hárgreiðslufólki er hafin

05:30 Útvarps- og hárgreiðslumaðurinn Svavar Örn Svavarsson segir að jólatörnin sé þegar hafin hjá hárgreiðslufólki og segir að bókanir hafi hrúgast inn að undanförnu. Meira »

Skylda að gera áhættumat og aðgerðaáætlun

05:30 „Það er lagaleg skylda að gera áhættumat sem snýr að andlegum og félagslegum þáttum á vinnustað.  Meira »

Margnota pokar í boði á Vestfjörðum

05:30 Verslanir á sunnanverðum Vestfjörðum eru farnar að bjóða upp á margnota poka. Verkefnið er hluti af alþjóðlegu verkefni sem hefur verið nefnt Boomerang og gengur út á að minnka plastpokanotkun í heiminum. Meira »

11 ráðherra stjórn

05:30 Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verða ellefu talsins, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Fimm ráðherrastólar koma í hlut Sjálfstæðisflokksins, þrír í hlut VG og þrír ráðherrastólar koma í hlut Framsóknarflokksins. Meira »

Skipta út tveimur stöðvum

05:30 Kynnt hefur verið áætlun um að breyta skipulagi í Þykkvabæ þannig að Biokraft ehf. geti sett upp tvær nýjar vindrafstöðvar í stað þeirra sem þar eru fyrir. Önnur eldri rafstöðin eyðilagðist í bruna í sumar. Meira »

Starfsmenn Alþingis önnum kafnir

05:30 Starfsfólk Alþingis situr ekki auðum höndum þótt þingið sé ekki að störfum þessa dagana. Mikill erill er í þinghúsinu á hverjum degi að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Meira »

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi

00:04 Vegna vísbendinga um aukna virkni í Öræfajökli hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu almannavarna Meira »

59 milljónir söfnuðust fyrir Hjartavernd

Í gær, 22:30 Tæpar 59 milljónir söfnuðust í landsöfnun Hjartarverndar í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Tilefni söfnunarinnar er að Hjartavernd hefur þróað nýtt verkfæri, svokallað viðvörunarkerfi sem getur greint æðakölkunarsjúkdóm á frumstigi á mun nákvæmari hátt en hingað til hefur verið mögulegt. Meira »

Gerðu ýtrustu kröfur

05:30 Davíð Oddsson, þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, bjóst við að þrautavaralán sem fyrirhugað var að veita Kaupþingi í byrjun október 2008, að andvirði 500 milljónir evra, yrði ekki endurgreitt af bankanum. Fullyrðingar forsvarsmanna bankans um annað væru „ósannindi“ eða „óskhyggja“. Meira »

Lífi og heilbrigði ógnað vinnustaðnum

Í gær, 22:45 Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu við byggingarvinnustað að Grensásvegi 12, á vegum Úr verktaka ehf. þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna er þar talin hætta búin. Ekki má hefja vinnu á svæðinu aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar. Meira »

Skrifar BA-ritgerð í lögbanninu

Í gær, 22:13 Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður vinnur að BA-ritgerð sem hann segist „skulda“ í stjórnmálafræði, en hann hóf námið 1992. Logi má sem kunnugt er hvorki vinna hjá fyrrverandi vinnuveitendum hjá 365 né hefja störf hjá Árvakri vegna deilu um samning hans við 365. Meira »
Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
Arin kubbar ódýrt
Arinkubbar til sölu, þeir loga í 2-3 tíma 20 stk. 5 þúsund kr. Uppl. 8691204....
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...