Fann rifbeinin og tennurnar brotna

Elís Kjartansson hefur komið á vettvang fjölda alvarlegra umferðarslysa undanfarin 24 ár, í starfi sínu sem lögreglu- og sjúkraflutningamaður á Selfossi. Í september síðastliðnum snerist staðan við þegar hann lenti sjálfur í alvarlegu bílslysi. Elís lýsir slysinu í myndskeiðinu sem hér fylgir, en hann var með meðvitund allan tímann og fann hvernig rifbeinin og tennurnar brotnuðu við höggið.

Meira um að vegfarendur hjálpi slösuðum

„Þetta venst aldrei, en maður lærir að lifa með því," segir Elís aðspurður um öll þau fjölmörgu slys sem hann hefur komið að síðan hann hóf störf hjá lögreglunni á Selfossi árið 1986. Í slíkum aðstæðum liggur mikið við, ekki síst ef um lífshættulega áverka er að ræða þar sem hver sekúnda skiptir máli og röng ákvörðun í fyrstu viðbrögðum getur skilið milli lífs og dauða. Veigamikill þáttur í fyrstu hjálp á slysstað er að líka að gæta þess að sá slasað hafi einhvern hjá sér til að tala við.

„Það er mjög mikilvægt að sá sem slasast nái að halda ró sinni og eyði ekki orku í annað en að halda taktinum í öndun og að lifa þetta af. Það er afskaplega slæmt að vera deyjandi, og deyjandi úr kvölum, og vera aleinn með engan að ræða við. Í seinni tíð sér maður það meira og meira að vegfarendur, eða þeir sem voru með í bílnum, það fólk finnur sér þetta hlutverk, sem betur fer, að vera hjá þeim slasaða og tala við hann."

Fyrir beltin þýddi bílvelta oftast banaslys

Stundum reynist of seint að bjarga lífi þegar komið er á vettvang. Öruggari bílar, betri vegir og aukin fræðsla hefur þó orðið til þess að mörg slys sem áður voru nánast ávísun á dauða fara vel í dag. „Ég er búinn að upplifa þessa þróun. Þegar tilkynnt var um bílveltu í gamla daga, þegar ég var að byrja, þá þýddi það yfirleitt alvarlegt slys af því að fólk var almennt ekki að nota bílbelti."

Banaslysin urðu þannig oft af litlu tilefni, að sögn Elísar. „Bíllinn fór kannski eina veltu, en yfirleitt var einhver látinn eða alvarlega slasaður. Í dag þegar við fáum tilkynningu um bílveltu er fólk oft lítið meitt þegar við komum á vettvang. Höndin kannski brotin af því hún slóst í karminn, en ekki meira. Þarna sjáum við gríðarlegan mun, vegna þess að flestir nota bílbelti í dag."

Vilja ná í aðstandendur á undan Facebook

Í gegnum tíðina hefur Elís bankað á ófáar hurðar til að færa tíðindi sem enginn vill þurfa að flytja. Hann segir það einn erfiðasta huta starfsins að tilkynna aðstandendum um banaslys. „Þegar einhver deyr í slysi er fjöldi manns í sárum. Fjölskyldan, félagar, sá sem olli slysinu. Það er okkar hlutverk að loka málinu, faglega og andlega gagnvart eftirlifendum. Þetta er eitt það erfiðasta sem við gerum. Þá skiptir allt sem maður gerir og segir máli, og hvernig maður segir það. Það þarf að vanda sig mjög og ég hef oft velt því fyrir mér í lok vinnudags hvort ég hafi sagt eitthvað óheppilegt. Klúðrað einhverju."

Þegar banaslys verður á lögreglan oft í samstarfi við prest eða sálgæslufólk við að hafa samband við aðstandendur. Elís segir þó að oft vinnist hreinlega ekki tími til þess. „Við þurfum að gera hlutina hratt, ekki síst núna á tímum þegar allir eru nettengdir, þannig að það liggur á að koma þessu til ættingja áður en þeir heyra það í loftinu eða fá samúðarkveðju á Facebook. Við viljum vera á undan þeim kveðjum."

Umferðarslys tekin mun fastari tökum í dag

Á 24 árum hefur margt breyst til hins betra í umferðinni og í viðbrögðum samfélagsins við slysum, samkvæmt Elísi. Áður fyrr sinnti lögreglan til dæmis líka störfum sjúkraflutningsmanna um leið. Í dag eru umferðarslys tekin mun fastari tökum að sögn Elísar, mun fleiri fara á vettvang alvarlegra slysa og þau eru rannsökuð mun ítarlegar en áður.

„Mín fyrstu 17 ár í starfi voru þannig að menn sinntu hvoru tveggja og þá var þetta mun erfiðara í heild sinni. Á vettvangi slyss þarf maður alltaf að forgangsraða og sem sjúkraflutningsmaður var megináherslan auðvitað á að bjarga lífi og limum. Þá sátu lögregluverkin stundum á hakanum og rannsóknin mætti afgangi. Við vorum kannski 2-4 menn að afgreiða mjög alvarleg slys og bara einn varð eftir þegar sjúklingurinn var fluttur burt. Í dag fer á vettvang fjöldi fólks af alls konar fagstéttum sem sinnir þessu frá öllum hliðum."

Tilgangsleysi banaslysa algjört

Umferðarslys eru í dag rannsökuð mjög ítarlega af lögreglu og, ef um banaslys er að ræða, af Rannsóknarnefnd umferðarslysa sem sett var á fót 1996. Auk rannsóknar á slysum á Suðurlandi eru í aðstöðu lögreglunnar á Selfossi einnig rannsóknir á bílflökum úr alvarlegum slysum víða að af landinu. Elís líkir því við að bíllinn sé krufinn, til að komast að því hvert ástand hans var fyrir og eftir slysið, ráða í hver hraðinn var og hvað gerðist í slysinu.

Stefna lögregluembættisins á Selfossi er sú að hvergi megi slaka til við rannsókn umferðarslysa. Tilgangsleysi þess að fólk deyi í umferðinni sé algjört og verði enn meira ef ekki er rannsakað til hlítar hvers vegna banaslysið varð. „Tilgangurinn með þessu er náttúrulega fyrst og fremst að bjarga lífi og limum og reyna að koma í veg fyrir að samskonar slys verði aftur, finna út hvort það sé hægt að breyta einhverju hjá ökutækinu eða veginum," segir Elís.

Fleira kemur þó til, því í dag enda umferðarslys oft sem sakamál og mikil ábyrgð hvílir því á lögreglu að rannsaka þau vel. „Sá sem veldur slysi, þannig að fólk beinbrotnar eða meira, getur búist við því að úr verði sakamál og það verði rannsakað sem slíkt. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir alla að málið sé rannsakað vel og rétt niðurstaða fáist."

Hér má sjá gagnvirkt kort Mbl.is og Umferðarstofu yfir banaslys í umferðinni síðustu 5 árin.

Ber engan kala til ökumannsins

Hvað varðar slysið sem Elís varð fyrir þá glímir hann enn við afleiðingar þess, líkt og fram kemur í myndskeiðinu. Ökumaðurinn í hinum bílnum er 17 ára gamall og var nýkominn með bílpróf þegar slysið varð. Elís segir að pilturinn hafi einfaldlega gert mistök, sem geti skrifast á reynsluleysi, og segist engan kala bera til hans, enda heimsótti pilturinn hann á sjúkrahúsið og gerði hreint fyrir sínum dyrum. 

Elís gekkst undir sex skurðaðgerðir og hefur verið í endurhæfingu og sjúkraþjálfun í allan vetur. Hann mun aldrei hlaupa framar, en segist verða sáttur ef hann getur verið nokkurn veginn laus við verki og byrjað aftur að vinna. „Ég vil njóta þess sem ég hef, en ekki fárast yfir því sem ég hef ekki.“

Á morgun...

...verður birt viðtal við unga ökumanninn í hinum bílnum og móður hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skóflustunga að hjúkrunarheimili

Í gær, 23:50 Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili við Sléttuveg var tekin í dag. Er það hluti af nýju 21 þúsund fermetra öldrunarsetri í Fossvogi. Skóflustunguna tóku þeir Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Meira »

Færri komust í flugið en vildu

Í gær, 22:46 „Þetta er sérstaklega vont þegar það er ófært landleiðina líka,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Veður hefur hamlað flugsamgöngum til og frá Ísafirði í vikunni en veðurspár gera áfram ráð fyrir miklu hvassviðri víða um land. Meira »

Skipstjórinn fagnar rannsókninni

Í gær, 22:12 „Ég fagna þessari rannsókn af heilum hug,“ segir Víðir Jónsson, skipstjóri til 20 ára á Kleifabergi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, sagði fyrr í kvöld að hann hygðist á morgun kæra myndband sem birt var í kvöldfréttum RÚV til lögreglu. Meira »

Fagna því að konur rjúfi þögnina

Í gær, 22:07 Ung vinstri græn, Uppreisn, Samband ungra framsóknarmanna, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sjálfstæðismenn og Ungir píratar fagna því að konur séu að stíga fram og rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdbeitingu innan stjórnmála. Meira »

Forsendur fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs

Í gær, 21:22 „Stofnun miðhálendisþjóðgarðs er fullkomlega gerleg. Það eru allar forsendur fyrir hendi. Það yrðu stórkostlegar framfarir ef Alþingi myndi samþykkja að stofna slíkan þjóðgarð,“ segir Árni Finnsson um miðhálendisþjóðgarð. Meira »

Vitlaust veður næstu tvo sólarhringa

Í gær, 20:48 Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi veldur því að næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land. Meira »

Vinningsmiði keyptur í Noregi

Í gær, 20:20 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en einn hlaut annan vinning. Sá heppni keypti miðann í Noregi en hann hlýtur 381 milljón í sinn hlut. Meira »

„Ég veit bara að ég er miður mín“

Í gær, 20:40 „Sum segja mig gera lítið úr kynferðisofbeldi með þessari fyrri færslu um sektarkennd vegna kynlífs sem ekki átti að eiga sér stað. Það var alls ekki ætlunin.“ Þetta skrifar þingmaðurinn fyrrverandi Gunnar Hrafn Jónsson á Facebook. Meira »

„Verður kært strax í fyrramálið“

Í gær, 20:09 „Það þarf að rannsaka þetta. Þetta er kolólöglegt,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við mbl.is. Hann vill komast til botns í því hvernig myndband, sem tekið var um borð í Kleifabergi, varð til og hver stóð að baki brottkastinu sem í því birtist. Meira »

Deilt um nokkur lykilatriði

Í gær, 19:57 Aðalmeðferð í máli ákærrvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar hófst í dag. Mörg atriði eru óumdeild í tengslum við málið, en þó nokkur atriði standa þó út af og var framburður vitna í mörgum lykilatriðum ekki samhljóða. Meira »

Mikill áhugi á jafnréttisþingi

Í gær, 19:26 Jafnréttisþing Garðaskóla var haldið í annað sinn í gær, en þar er nemendum boðið upp á málstofur og smiðjur tengdar jafnréttismálum. Meira »

Vísað af heimili og sætir nálgunarbanni

Í gær, 18:39 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem fyrr í nóvember dæmdi að maður skyldi sæta brottvísun af heimili og nálgunarbanni í fjórar vikur. Maðurinn má ekki koma nær heimili brotaþola, konu sem hann átti í sambandi við, en 50 metra. Hann má ekki nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Meira »

Finnst ljótu handritin áhugaverðust

Í gær, 18:27 Hún las Ódysseifskviðu Hómers barn að aldri og heillaðist. Hún veit ekkert skemmtilegra en að gramsa í útkrotuðum handritum sem flestir hafa engan áhuga á, af því þau eru talin vera ljót. Hún les á milli línanna í tilfinningar kennara og/eða nemenda sem birtast í glósum á spássíum miðaldahandrita. Meira »

Vegum víða lokað vegna veðurs

Í gær, 17:57 Þjóðvegur 1 er lokaður um Skeiðarársand, frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Einnig eru Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokuð og þá er óvissustig á Flateyrarvegi og í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Meira »

Gefa út áætlun um neyðarrýmingu

Í gær, 17:15 Ef til neyðarrýmingar kemur vegna eldgoss í Öræfajökli skulu þeir sem búa í námunda við jökulinn fara stystu leið að bæjunum Svínafelli 1, Hofi 1 eða Hnappavöllum 2. Þar skulu þeir bíða frekari fyrirmæla í bílum sínum. Meira »

Jón: „Vildi ekki valda neinum skaða“

Í gær, 18:12 Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar neina áverka. Fyrr í dag hafði Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars, sagt að Arnar og Jón Trausti hefðu tekist á og að Jón Trausti hefði lamið Arnar með neyðarhamri. Meira »

Þeir fyrstu að koma til Egilsstaða

Í gær, 17:31 Fyrstu farþegarnir, sem voru í rútunni sem ók aftan á snjóplóg á Austurlandi fyrr í dag, eru væntanlegir til Egilsstaða á hverri stundu. Að sögn aðgerðarstjóra lögreglunnar á Egilsstöðum hefur ferðin sóst hægt enda er vont veður og blint á fjallvegum. Meira »

Birtingin ekki borin undir Geir

Í gær, 17:14 Birting á endurriti af símtali Davíðs Oddsonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, var ekki borin undir Geir. Endurritið var birt í Morgunblaðinu á laugardag en Geir segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið borið undir hann. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Hleðslutæki fyrir Li-ion Ni-Mh-og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
Mercedes Benz
Mercedes Benz Sprinter 316 CDI 4X4 àrg. 2016. Ekinn 11 þús km. Hátt og lágt drif...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...