Fann rifbeinin og tennurnar brotna

Elís Kjartansson hefur komið á vettvang fjölda alvarlegra umferðarslysa undanfarin 24 ár, í starfi sínu sem lögreglu- og sjúkraflutningamaður á Selfossi. Í september síðastliðnum snerist staðan við þegar hann lenti sjálfur í alvarlegu bílslysi. Elís lýsir slysinu í myndskeiðinu sem hér fylgir, en hann var með meðvitund allan tímann og fann hvernig rifbeinin og tennurnar brotnuðu við höggið.

Meira um að vegfarendur hjálpi slösuðum

„Þetta venst aldrei, en maður lærir að lifa með því," segir Elís aðspurður um öll þau fjölmörgu slys sem hann hefur komið að síðan hann hóf störf hjá lögreglunni á Selfossi árið 1986. Í slíkum aðstæðum liggur mikið við, ekki síst ef um lífshættulega áverka er að ræða þar sem hver sekúnda skiptir máli og röng ákvörðun í fyrstu viðbrögðum getur skilið milli lífs og dauða. Veigamikill þáttur í fyrstu hjálp á slysstað er að líka að gæta þess að sá slasað hafi einhvern hjá sér til að tala við.

„Það er mjög mikilvægt að sá sem slasast nái að halda ró sinni og eyði ekki orku í annað en að halda taktinum í öndun og að lifa þetta af. Það er afskaplega slæmt að vera deyjandi, og deyjandi úr kvölum, og vera aleinn með engan að ræða við. Í seinni tíð sér maður það meira og meira að vegfarendur, eða þeir sem voru með í bílnum, það fólk finnur sér þetta hlutverk, sem betur fer, að vera hjá þeim slasaða og tala við hann."

Fyrir beltin þýddi bílvelta oftast banaslys

Stundum reynist of seint að bjarga lífi þegar komið er á vettvang. Öruggari bílar, betri vegir og aukin fræðsla hefur þó orðið til þess að mörg slys sem áður voru nánast ávísun á dauða fara vel í dag. „Ég er búinn að upplifa þessa þróun. Þegar tilkynnt var um bílveltu í gamla daga, þegar ég var að byrja, þá þýddi það yfirleitt alvarlegt slys af því að fólk var almennt ekki að nota bílbelti."

Banaslysin urðu þannig oft af litlu tilefni, að sögn Elísar. „Bíllinn fór kannski eina veltu, en yfirleitt var einhver látinn eða alvarlega slasaður. Í dag þegar við fáum tilkynningu um bílveltu er fólk oft lítið meitt þegar við komum á vettvang. Höndin kannski brotin af því hún slóst í karminn, en ekki meira. Þarna sjáum við gríðarlegan mun, vegna þess að flestir nota bílbelti í dag."

Vilja ná í aðstandendur á undan Facebook

Í gegnum tíðina hefur Elís bankað á ófáar hurðar til að færa tíðindi sem enginn vill þurfa að flytja. Hann segir það einn erfiðasta huta starfsins að tilkynna aðstandendum um banaslys. „Þegar einhver deyr í slysi er fjöldi manns í sárum. Fjölskyldan, félagar, sá sem olli slysinu. Það er okkar hlutverk að loka málinu, faglega og andlega gagnvart eftirlifendum. Þetta er eitt það erfiðasta sem við gerum. Þá skiptir allt sem maður gerir og segir máli, og hvernig maður segir það. Það þarf að vanda sig mjög og ég hef oft velt því fyrir mér í lok vinnudags hvort ég hafi sagt eitthvað óheppilegt. Klúðrað einhverju."

Þegar banaslys verður á lögreglan oft í samstarfi við prest eða sálgæslufólk við að hafa samband við aðstandendur. Elís segir þó að oft vinnist hreinlega ekki tími til þess. „Við þurfum að gera hlutina hratt, ekki síst núna á tímum þegar allir eru nettengdir, þannig að það liggur á að koma þessu til ættingja áður en þeir heyra það í loftinu eða fá samúðarkveðju á Facebook. Við viljum vera á undan þeim kveðjum."

Umferðarslys tekin mun fastari tökum í dag

Á 24 árum hefur margt breyst til hins betra í umferðinni og í viðbrögðum samfélagsins við slysum, samkvæmt Elísi. Áður fyrr sinnti lögreglan til dæmis líka störfum sjúkraflutningsmanna um leið. Í dag eru umferðarslys tekin mun fastari tökum að sögn Elísar, mun fleiri fara á vettvang alvarlegra slysa og þau eru rannsökuð mun ítarlegar en áður.

„Mín fyrstu 17 ár í starfi voru þannig að menn sinntu hvoru tveggja og þá var þetta mun erfiðara í heild sinni. Á vettvangi slyss þarf maður alltaf að forgangsraða og sem sjúkraflutningsmaður var megináherslan auðvitað á að bjarga lífi og limum. Þá sátu lögregluverkin stundum á hakanum og rannsóknin mætti afgangi. Við vorum kannski 2-4 menn að afgreiða mjög alvarleg slys og bara einn varð eftir þegar sjúklingurinn var fluttur burt. Í dag fer á vettvang fjöldi fólks af alls konar fagstéttum sem sinnir þessu frá öllum hliðum."

Tilgangsleysi banaslysa algjört

Umferðarslys eru í dag rannsökuð mjög ítarlega af lögreglu og, ef um banaslys er að ræða, af Rannsóknarnefnd umferðarslysa sem sett var á fót 1996. Auk rannsóknar á slysum á Suðurlandi eru í aðstöðu lögreglunnar á Selfossi einnig rannsóknir á bílflökum úr alvarlegum slysum víða að af landinu. Elís líkir því við að bíllinn sé krufinn, til að komast að því hvert ástand hans var fyrir og eftir slysið, ráða í hver hraðinn var og hvað gerðist í slysinu.

Stefna lögregluembættisins á Selfossi er sú að hvergi megi slaka til við rannsókn umferðarslysa. Tilgangsleysi þess að fólk deyi í umferðinni sé algjört og verði enn meira ef ekki er rannsakað til hlítar hvers vegna banaslysið varð. „Tilgangurinn með þessu er náttúrulega fyrst og fremst að bjarga lífi og limum og reyna að koma í veg fyrir að samskonar slys verði aftur, finna út hvort það sé hægt að breyta einhverju hjá ökutækinu eða veginum," segir Elís.

Fleira kemur þó til, því í dag enda umferðarslys oft sem sakamál og mikil ábyrgð hvílir því á lögreglu að rannsaka þau vel. „Sá sem veldur slysi, þannig að fólk beinbrotnar eða meira, getur búist við því að úr verði sakamál og það verði rannsakað sem slíkt. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir alla að málið sé rannsakað vel og rétt niðurstaða fáist."

Hér má sjá gagnvirkt kort Mbl.is og Umferðarstofu yfir banaslys í umferðinni síðustu 5 árin.

Ber engan kala til ökumannsins

Hvað varðar slysið sem Elís varð fyrir þá glímir hann enn við afleiðingar þess, líkt og fram kemur í myndskeiðinu. Ökumaðurinn í hinum bílnum er 17 ára gamall og var nýkominn með bílpróf þegar slysið varð. Elís segir að pilturinn hafi einfaldlega gert mistök, sem geti skrifast á reynsluleysi, og segist engan kala bera til hans, enda heimsótti pilturinn hann á sjúkrahúsið og gerði hreint fyrir sínum dyrum. 

Elís gekkst undir sex skurðaðgerðir og hefur verið í endurhæfingu og sjúkraþjálfun í allan vetur. Hann mun aldrei hlaupa framar, en segist verða sáttur ef hann getur verið nokkurn veginn laus við verki og byrjað aftur að vinna. „Ég vil njóta þess sem ég hef, en ekki fárast yfir því sem ég hef ekki.“

Á morgun...

...verður birt viðtal við unga ökumanninn í hinum bílnum og móður hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lítið um blóð í bankanum

14:45 Blóðbankinn leitar blóðgjafa í öllum blóðflokkum til þess að anna mikilli eftirspurn. „Við þurfum að minna blóðgjafa á okkur núna,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum. Mikil notkun blóðs veldur því að blóð vantar í alla flokka. Meira »

Sæbjúgnaveiðar bannaðar í Faxaflóa

14:43 Sjávarútvegsráðuneytið hefur gert allar veiðar á sæbjúgum óheimilar frá og með deginum í dag, á tilteknu svæði á Faxaflóa. Þetta kemur fram í reglugerð ráðuneytisins, sem sögð er falla úr gildi 31. ágúst næstkomandi. Meira »

Gleðiljómanum kippt undan honum

14:21 Aðstandendur hins 17 ára gamla Héðins Mána Sigurðssonar, sem greindist með krabbameinsæxli á þriðja stigi í höfði fyrr á árinu, hafa sett af stað söfnun fyrir hann. Héðinn býr í Vogum á Vatnsleysuströnd og þarf að fara nánast daglega á Barnaspítala Hringsins í lyfja- og geislameðferðir. Meira »

Nýtt hótel rís hjá Geysi

13:15 Ný hótelbygging við Geysi í Haukadal er vel á veg komin en u.þ.b. ár er þar til að hótelið verður opnað. Herbergin í nýju byggingunni verða 77 talsins og lagt er upp með að þau verði rýmri en gengur og gerist. Meira »

Ingvar og Anna fyrst í Rangárþingi Ultra

13:07 Fjallahjólakeppnin Rangárþing Ultra var haldin í fyrsta skipti laugardaginn 22. júlí. Keppnin gekk vel og um 80 keppendur hjóluðu. Þrátt fyrir örlítinn mótvind á síðari hluta leiðarinnar skiluðu sér allir í mark. Meira »

Skipstjóri sleit rafstreng á veiðum

12:57 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir almannahættubrot og stórfelld eignaspjöll með því að hafa togað með toghlerum og rækjutrolli þvert yfir rafstreng sem lá neðansjávar við innanverðan Arnarfjörð. Maðurinn var skipstjóri á dragnótabáti. Meira »

Sól og 25 stig í vikunni

12:11 Sól og hiti verður á landinu í dag og á morgun, og gera má ráð fyrir allt að 25 stiga hita þar sem best lætur. Verður það á Norðausturlandi, þar sem hiti var kominn í 23 stig klukkan 11 í morgun. Á höfuðborgarsvæðinu er hiti kominn í 17 gráður. Meira »

„Svæðið er allt að fara í rúst“

12:39 Formaður landeigendafélagsins við Seljalandsfoss, segir ekki hafa annað komið til greina en að hefja gjaldtöku við fossinn svo unnt sé að standa straum af kostnaði við innviðauppbyggingu og öryggisgæslu. Honum er ekki kunnugt um annað en að viðbrögð gesta vegna gjaldtökunnar hafa verið góð. Meira »

John Snorri er kominn í þriðju búðir

11:59 John Snorri Sigurjónsson sem reynir nú að klífa fjallið K2 er kominn í þriðju búðir. Snjóflóð lenti á þeim búðum fyrir nokkru og enn er óljóst hvort búnaður hópsins, sem búið var að koma fyrir á milli þriðju og fjórðu búða, sé enn á sínum stað. Hópurinn stefnir á toppinn 27. júlí. Meira »

Strætó mun bregðast við álaginu

11:46 „Við munum vinna þetta í samvinnu og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, en fyrirtækið mun á næstu dögum bregðast við auknu álagi vegna fjölda erlendra skáta sem komnir eru hingað til lands á alþjóðlegt skátamót. Meira »

Endurnýjun flotans vekur athygli

11:20 Yfirstandandi endurnýjun íslenska fiskiskipaflotans hefur ekki farið fram hjá erlendum fyrirtækjum. Áhugi þeirra á þátttöku í Íslensku sjávarútvegssýningunni hefur stóraukist miðað við síðustu ár, að sögn Marianne Rasmussen-Coulling, stjórnanda sýningarinnar. Meira »

Reyndu að lokka drengi upp í bíl

11:00 Tveir menn á appelsínugulum bíl reyndu að lokka þrjá drengi inn í bíl til sín í Grafarholtinu á laugardaginn. Frá þessu greindi áhyggjufullt foreldri inni á Facebook-síðu sem kallast „Ég er íbúi í Grafarholti“. Meira »

Glæfraakstur í umferðarþunga helgarinnar

10:47 Lögreglan á Norðurlandi vestra sektaði 69 manns fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem ók hraðast mældist á 147 km/klst. Þung umferð var um helgina fyrir norðan enda veðrið með eindæmum gott þar. Meira »

Gefur kost á sér til formennsku SUS

10:15 Ingvar Smári Birgisson gefur kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) á 44. þingi sambandsins sem fer fram á Eskifirði dagana 8. til 10. september næstkomandi. Meira »

Gjaldheimtan „tímabundin aðgerð“

09:37 „Í raun og veru lítum við á þetta sem tímabundna aðgerð og auðvitað helgast framhaldið svolítið af því hvað ríkisvaldið gerir í þessum efnum og við höfum náttúrlega lengi verið að bíða eftir því,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings, í samtali við mbl.is. Meira »

Bjó til torfærubraut á Egilsstöðum

10:45 Mikill undirbúningur hefur staðið yfir í sumar fyrir Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Meðal annars hefur verið útbúin torfærubraut í Selskógi, en keppt verður í fjallahjólreiðum á mótinu. Meira »

Annar drengjanna enn á spítala

10:13 Tveir 16 ára dreng­ir voru flutt­ir á bráðadeild­ina í Foss­vogi eft­ir fjór­hjóla­slys á gatna­mótum Haga­lækj­ar og Laxa­lækj­ar á Sel­fossi í gærkvöldi. Annar þeirra hefur verið útskrifaður en hinn liggur enn á spítala og er alvarlega slasaður. Meira »

Kenna krökkum klifur á Grænlandi

08:40 Íslenskir fjallaleiðsögumenn standa fyrir verkefninu East Greenland Rock Climbing Project (EGRP) þar sem markmiðið er að setja upp klifurleiðir og kenna grænlenskum börnum að klifra. Meira »
SómaJulla
Sóma Julla, Selva mótor 60hp, dýptarmælir, GPS, 2 rafgeymar, rafmagnsdæla, handd...
Tvær sumarhúsalóðir og tveir hlutar í flugskýli til sölu.
Til sölu í kjarrivöxnu landi í Haukadal á Rangárvöllum tveir hlutar í flugskýli ...
Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Er með nokkra gæða íslenska stálstóla, þessa gömlu góðu á 12,500 kr, stykkið, N...
Fortjald á Húsbíl - Loftsúlur
Kampa Rally Air 260 Uppblásið fortjald fyrir Húsbíl - Engar málmsúlur - ekkert b...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...