Fann rifbeinin og tennurnar brotna

Elís Kjartansson hefur komið á vettvang fjölda alvarlegra umferðarslysa undanfarin 24 ár, í starfi sínu sem lögreglu- og sjúkraflutningamaður á Selfossi. Í september síðastliðnum snerist staðan við þegar hann lenti sjálfur í alvarlegu bílslysi. Elís lýsir slysinu í myndskeiðinu sem hér fylgir, en hann var með meðvitund allan tímann og fann hvernig rifbeinin og tennurnar brotnuðu við höggið.

Meira um að vegfarendur hjálpi slösuðum

„Þetta venst aldrei, en maður lærir að lifa með því," segir Elís aðspurður um öll þau fjölmörgu slys sem hann hefur komið að síðan hann hóf störf hjá lögreglunni á Selfossi árið 1986. Í slíkum aðstæðum liggur mikið við, ekki síst ef um lífshættulega áverka er að ræða þar sem hver sekúnda skiptir máli og röng ákvörðun í fyrstu viðbrögðum getur skilið milli lífs og dauða. Veigamikill þáttur í fyrstu hjálp á slysstað er að líka að gæta þess að sá slasað hafi einhvern hjá sér til að tala við.

„Það er mjög mikilvægt að sá sem slasast nái að halda ró sinni og eyði ekki orku í annað en að halda taktinum í öndun og að lifa þetta af. Það er afskaplega slæmt að vera deyjandi, og deyjandi úr kvölum, og vera aleinn með engan að ræða við. Í seinni tíð sér maður það meira og meira að vegfarendur, eða þeir sem voru með í bílnum, það fólk finnur sér þetta hlutverk, sem betur fer, að vera hjá þeim slasaða og tala við hann."

Fyrir beltin þýddi bílvelta oftast banaslys

Stundum reynist of seint að bjarga lífi þegar komið er á vettvang. Öruggari bílar, betri vegir og aukin fræðsla hefur þó orðið til þess að mörg slys sem áður voru nánast ávísun á dauða fara vel í dag. „Ég er búinn að upplifa þessa þróun. Þegar tilkynnt var um bílveltu í gamla daga, þegar ég var að byrja, þá þýddi það yfirleitt alvarlegt slys af því að fólk var almennt ekki að nota bílbelti."

Banaslysin urðu þannig oft af litlu tilefni, að sögn Elísar. „Bíllinn fór kannski eina veltu, en yfirleitt var einhver látinn eða alvarlega slasaður. Í dag þegar við fáum tilkynningu um bílveltu er fólk oft lítið meitt þegar við komum á vettvang. Höndin kannski brotin af því hún slóst í karminn, en ekki meira. Þarna sjáum við gríðarlegan mun, vegna þess að flestir nota bílbelti í dag."

Vilja ná í aðstandendur á undan Facebook

Í gegnum tíðina hefur Elís bankað á ófáar hurðar til að færa tíðindi sem enginn vill þurfa að flytja. Hann segir það einn erfiðasta huta starfsins að tilkynna aðstandendum um banaslys. „Þegar einhver deyr í slysi er fjöldi manns í sárum. Fjölskyldan, félagar, sá sem olli slysinu. Það er okkar hlutverk að loka málinu, faglega og andlega gagnvart eftirlifendum. Þetta er eitt það erfiðasta sem við gerum. Þá skiptir allt sem maður gerir og segir máli, og hvernig maður segir það. Það þarf að vanda sig mjög og ég hef oft velt því fyrir mér í lok vinnudags hvort ég hafi sagt eitthvað óheppilegt. Klúðrað einhverju."

Þegar banaslys verður á lögreglan oft í samstarfi við prest eða sálgæslufólk við að hafa samband við aðstandendur. Elís segir þó að oft vinnist hreinlega ekki tími til þess. „Við þurfum að gera hlutina hratt, ekki síst núna á tímum þegar allir eru nettengdir, þannig að það liggur á að koma þessu til ættingja áður en þeir heyra það í loftinu eða fá samúðarkveðju á Facebook. Við viljum vera á undan þeim kveðjum."

Umferðarslys tekin mun fastari tökum í dag

Á 24 árum hefur margt breyst til hins betra í umferðinni og í viðbrögðum samfélagsins við slysum, samkvæmt Elísi. Áður fyrr sinnti lögreglan til dæmis líka störfum sjúkraflutningsmanna um leið. Í dag eru umferðarslys tekin mun fastari tökum að sögn Elísar, mun fleiri fara á vettvang alvarlegra slysa og þau eru rannsökuð mun ítarlegar en áður.

„Mín fyrstu 17 ár í starfi voru þannig að menn sinntu hvoru tveggja og þá var þetta mun erfiðara í heild sinni. Á vettvangi slyss þarf maður alltaf að forgangsraða og sem sjúkraflutningsmaður var megináherslan auðvitað á að bjarga lífi og limum. Þá sátu lögregluverkin stundum á hakanum og rannsóknin mætti afgangi. Við vorum kannski 2-4 menn að afgreiða mjög alvarleg slys og bara einn varð eftir þegar sjúklingurinn var fluttur burt. Í dag fer á vettvang fjöldi fólks af alls konar fagstéttum sem sinnir þessu frá öllum hliðum."

Tilgangsleysi banaslysa algjört

Umferðarslys eru í dag rannsökuð mjög ítarlega af lögreglu og, ef um banaslys er að ræða, af Rannsóknarnefnd umferðarslysa sem sett var á fót 1996. Auk rannsóknar á slysum á Suðurlandi eru í aðstöðu lögreglunnar á Selfossi einnig rannsóknir á bílflökum úr alvarlegum slysum víða að af landinu. Elís líkir því við að bíllinn sé krufinn, til að komast að því hvert ástand hans var fyrir og eftir slysið, ráða í hver hraðinn var og hvað gerðist í slysinu.

Stefna lögregluembættisins á Selfossi er sú að hvergi megi slaka til við rannsókn umferðarslysa. Tilgangsleysi þess að fólk deyi í umferðinni sé algjört og verði enn meira ef ekki er rannsakað til hlítar hvers vegna banaslysið varð. „Tilgangurinn með þessu er náttúrulega fyrst og fremst að bjarga lífi og limum og reyna að koma í veg fyrir að samskonar slys verði aftur, finna út hvort það sé hægt að breyta einhverju hjá ökutækinu eða veginum," segir Elís.

Fleira kemur þó til, því í dag enda umferðarslys oft sem sakamál og mikil ábyrgð hvílir því á lögreglu að rannsaka þau vel. „Sá sem veldur slysi, þannig að fólk beinbrotnar eða meira, getur búist við því að úr verði sakamál og það verði rannsakað sem slíkt. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir alla að málið sé rannsakað vel og rétt niðurstaða fáist."

Hér má sjá gagnvirkt kort Mbl.is og Umferðarstofu yfir banaslys í umferðinni síðustu 5 árin.

Ber engan kala til ökumannsins

Hvað varðar slysið sem Elís varð fyrir þá glímir hann enn við afleiðingar þess, líkt og fram kemur í myndskeiðinu. Ökumaðurinn í hinum bílnum er 17 ára gamall og var nýkominn með bílpróf þegar slysið varð. Elís segir að pilturinn hafi einfaldlega gert mistök, sem geti skrifast á reynsluleysi, og segist engan kala bera til hans, enda heimsótti pilturinn hann á sjúkrahúsið og gerði hreint fyrir sínum dyrum. 

Elís gekkst undir sex skurðaðgerðir og hefur verið í endurhæfingu og sjúkraþjálfun í allan vetur. Hann mun aldrei hlaupa framar, en segist verða sáttur ef hann getur verið nokkurn veginn laus við verki og byrjað aftur að vinna. „Ég vil njóta þess sem ég hef, en ekki fárast yfir því sem ég hef ekki.“

Á morgun...

...verður birt viðtal við unga ökumanninn í hinum bílnum og móður hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sluppu ómeiddir frá bílveltu

06:03 Enginn slasaðist þegar bíll valt við Lónsá skammt fyrir utan Akureyri í gærkvöldi, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra. Meira »

Snúa þarf við blaðinu

05:30 Verði ekki snúið af braut núverandi stefnumörkunar stjórnvalda og hagsmunasamtaka atvinnulífsins í málefnum iðnmenntunar mun samfélagið allt bíða af því tjón. Meira »

Ný höfn í Nuuk

05:30 Íslendingar hafa gegnt mikilvægu hlutverki við byggingu nýrrar stórskipahafnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, sem vígð verður við hátíðlega athöfn í dag. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er rösklega 11 milljarðar íslenskra króna. Meira »

Langvía, teista, lundi og fýll á válista

05:30 Margar tegundir sjófugla eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fugla sem hætta steðjar að. Langvía, teista, lundi, toppskarfur, fýll, skúmur, hvítmávur, rita, og kría eru þarna á meðal. Meira »

Siglingar við Eyjar eru í óvissu

05:30 Ölduspá fyrir Landeyjahöfn gefur tilefni til þess að norska ferjan Röst, afleysingaskip sem leigt var í stað Herjólfs, sigli ekki frá Eyjum frá og með morgundeginum. Meira »

Á fullt erindi til Strassborgar

05:30 „Niðurstaðan í þessu er þannig að mér sýnist að þetta mál eigi fullt erindi til Mannréttindadómstólsins,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Kona látin og tveir handteknir

Í gær, 23:04 Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Fjórtán alvarleg atvik á spítalanum

05:30 Fjöldi skráðra alvarlegra atvika á Landspítalanum er orðinn fjórtán það sem af er þessu ári, samkvæmt nýútkomnum Starfsemisupplýsingum spítalans sem ná frá byrjun janúar til loka ágúst. Meira »

Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð

Í gær, 22:25 Sigríður Andersen segir skyndiákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegra trúnaðarsamtals hennar við forsætisráðherra sé dæmi um fullkominn skort á yfirvegun. Viðbrögð Viðreisnar séu þó sýnu verri. Meira »

Fær skaðabætur vegna raflosts í höfuð

Í gær, 22:03 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Austurlands þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda VHE vegna líkamstjóns sem starfsmaður hlaut í vinnuslysi á gaffalverkstæði á Reyðarfirði. Meira »

Líkur á verulegum vatnavöxtum

Í gær, 21:45 Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir. Á laugardag má búast að hviður við Eyjafjalla- og Öræfajökul fari yfir 30 metra á sekúndu. Meira »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Í gær, 21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

Í gær, 20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Frá Mosó í National Geographic

Í gær, 20:30 Mynd sem tekin er í réttum í Mosfellsdal af bónda og hrúti hefur verið valin sem ein af myndum dagsins á vef National Geographic. Myndina tók Sóllilja Baltasarsdóttir ljósmyndari. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

Í gær, 20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

Í gær, 20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

Í gær, 20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Drottningar saman í víking

Í gær, 20:20 „Við hittumst fyrir tilviljun á Slipper Room í New York í sumar, en það er kabarettstaður sem blandar saman m.a. dragi, burlesque og sirkusatriðum. Við vorum bókaðar til að vera með atriði sama kvöldið,“ segir Margrét Erla Maack burlesque-dansari í samtali við Morgunblaðið um það þegar hún rakst óvænt á dragdrottninguna Gógó Starr við að skemmta. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
SMEG Gaseldavél
Glæsileg gaseldavél með rafmagnsbakarofni til sölu. Tilboð óskast. Upplýsi...
 
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...