WOW sakar IE um njósnir

Iceland Express
Iceland Express

Flugfélagið WOW Air og flugþjónustan Keflavík Flight Services hafa kært meintar viðskiptanjósnir af hálfu Pálma Haraldssonar, Björns Vilbergs Jónssonar og annarra ótilgreindra starfsmanna Iceland Express til lögreglu.

Í kæru sem Jóhannes Sigurðsson, hrl., sendi til rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fyrir hönd WOW Air og KFS, kemur fram að starfsmaður Isavia hafi orðið þess var í hefðbundnu eftirliti að flugstjórnarmiðstöð hjá Iceland Express á Keflavíkurflugvelli, OCC, hleraði svokallaða tetrarás KFS.

Þá segir einnig í kærunni að Björn Vilberg Jónsson hafi viðurkennt í samtali við viðkomandi starfsmann Isavia að tilgangur hlerunarinnar væri sá að afla upplýsinga um farþegatölur og annað sem snúi að starfsemi félagsins WOW Air og að þær upplýsingar sem þannig hafi fengist væru sendar beint til Pálma Haraldssonar, aðaleiganda og stjórnarformanns Iceland Express. Að mati kærenda bendir þetta til þess að Pálmi hafi gefið starfsmönnum sínum fyrirmæli um hlerunina og einnig að upplýsingar sem þannig fengjust hafi verið kynntar öðrum stjórnendum Iceland Express.

Merki WOW Air.
Merki WOW Air.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert