Stúlkan ekki í lífshættu

TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, lenti við sjúkrahúsið á sjöunda tímanum í …
TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, lenti við sjúkrahúsið á sjöunda tímanum í kvöld.

Stúlkan sem varð undir dráttarvél með sláttuvél í eftirdragi í Skagafirði í dag gekkst undir aðgerð á Landspítalanum í kvöld og stendur aðgerðin ennþá yfir að sögn læknis sem mbl.is náði í nú á ellefta tímanum.

Stúlkan mun ekki vera í lífshættu, að sögn læknisins. Líðan hennar er eftir atvikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert