Ísland ofarlega á óskalistanum

Einn af hverjum fimm Bretum hefur einungis ferðast til eins lands í Evrópu en Ísland skipar þriðja sætið á óskalista Breta um hvert þeir vilja ferðast á lífsleiðinni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn sem greint er frá á vefnum TravelWeekly.

Hinn hefðbundni Breti hefur heimsótt sjö af 41 landi í álfunni, samkvæmt rannsókn Leger Holidays. Ein helsta skýringin á því hvers vegna Bretar hafa ekki farið víðar í Evrópu er kostnaður sem fylgir ferðalögum. Eins tungumálaörðugleikar og hugsunin um að skipuleggja slíkt ferðalag. 

Lönd sem Bretar hafa mestan áhuga á að heimsækja:

1. Ítalía
2. Sviss
3. Ísland
4. Noregur
5. Svíþjóð

Markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Leger Holidays, Huw Williams, segir niðurstöðuna koma verulega á óvart og þá ekki síst ástæðurnar sem þátttakendur gefa fyrir því að þeir hafi ekki ferðast meir en raun ber vitni.

Segir hann það sorglegt að Bretar séu að missa af því að sjá marga af fallegustu stöðum heims þrátt fyrir að þá sé að finna skammt frá heimilum þeirra. 

31% vissi ekki að Ísland væri í Evrópu

Rannsóknin, en þátttakendurnir voru yfir tvö þúsund talsins, leiddi í ljós að yfir 40% þátttakenda vissi ekki að Rússland væri í Evrópu og 31% hafði ekki hugmynd um að Ísland væri í Evrópu.

Þriðjungur gat ekki nefnt hvaða lönd séu Benelúx-löndin (Belgía, Holland og Lúxemborg) og 7% vissu ekki að Berlínarmúrinn væri í Þýskalandi.

49% gat ekki tjáð sig á öðru tungumáli en ensku en þeir sem það gátu voru flestir frönskumælandi.

Þau lönd sem Bretar hafa flestir heimsótt:

1. Frakkland
2. Spánn
3. Þýskaland
4. Ítalía
5. Belgía
6. Grikkland
7. Írland
8. Holland
9. Portúgal
10. Austurríki

Þau Evrópulönd sem fæstir Bretar höfðu heimsótt:

1. Grænland
2. Albanía
3. Úkraína
4. Serbía
5. Litháen
6. Lettland
7. Bosnía
8. Eistland
9. Liechtenstein
10. Rúmenía

Ísland er eitt þeirra landa sem Bretar hafa áhuga á …
Ísland er eitt þeirra landa sem Bretar hafa áhuga á að heimsækja mbl.is/Rax
Ferðamenn á Suðurlandi
Ferðamenn á Suðurlandi mbl.is/Rax
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka