350 ár frá Kópavogsfundinum

Kópavogur
Kópavogur Árni Sæberg

Í tilefni þess að í dag eru liðin þrjú hundruð og fimmtíu ár frá Kópavogsfundinum verður sérstök dagskrá haldin sem endar með endurgerð af fyrstu flugeldasýningu á Íslandi sem haldin var í næturveislu að loknum Kópavogsfundinum 1662.

Klukkan 13 verður lagt af stað í sögugöngu frá íþróttahúsinu Smára að gamla þingstaðnum. Leiðsögumaður verður Guðlaugur R. Guðmundsson sagnfræðingur. Fleiri munu einnig grípa gjallarhornið og segja frá markverðum atburðum á þingstaðnum.

Þar mun Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri afhjúpa ný fræðsluskilti.

Um klukkustund síðar, eða klukkan 14, hefst stutt dagskrá á sviði við gamla Kópavogsbæinn. Margrét Björnsdóttir forseti bæjarstjórnar greinir frá áætlunum um uppbyggingu gamla Kópavogshælisins, Götuleikhús Kópavogs setur Kópavogsfundinn á svið og félagar úr lúðrasveitinni Svanur munu leika nokkur lög.

Dagskránni við gamla bæinn lýkur svo á endurgerð fyrstu flugeldasýningarinnar á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert