Jón Hákon Magnússon: Kínverjar á Miðnesheiði?

Jón Hákon Magnússon

„Ef af verður þá gera Kínverjarnir það sama og þeir gera í Afríku þar sem þeir eru stöðugt að ná undir sig stórum landsvæðum þar sem mikil náttúruauðæfi er að finna. Þeir girða svæðið af, loka því og banna alla umferð nema sína eigin og ráða aðeins kínverskumælandi starfsmenn, sem aðeins finnast í alþýðulýðveldinu. Heimamenn fái engu ráðið. Þeim er skákað til hliðar.“

Þetta segir Jón Hákon Magnússon stjórnmálafræðingur í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hann óttast áhuga Kínverja á stórum landsvæðum og biður sveitarstjórnarmenn að kynna sér framkomu fulltrúa kínverska kommúnistaflokksins í Afríku og víðar um heim áður en þeir láti von um skjótfenginn gróða villa sér sýn. „Grímsstaðir nægja ekki kínverskum valdamönnum. Því auk þess vilja þeir gera stórskipahöfn og reisa olíuhreinsunarstöð á Norðausturlandi bæði vegna áforma þeirra um að komast í auðlindir á heimskautasvæðinu og hugsanlegar olíulindir Drekasvæðisins. Rétt eins og þeir eru langt komnir með að eignast öll helstu námufélög á Grænlandi.“


Í lok greinarinnar segir Jón Hákon: „Við treystum Ögmundi til að koma í veg fyrir að formaður VG selji Kínverjum aðgang að íslensku landi.“
Greinin er á blaðsíðu 19 í blaðinu í dag, en áskrifendur geta einnig lesið hana hér.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert