Farþegum fækkar eftir aukin gjöld í innanlandsfluginu

mbl.is/Kristján

Flugrekendur hér á landi hafa miklar áhyggjur af áhrifum af auknum álögum ríkisins á flugreksturinn. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir að sú hækkun sem varð í apríl sl. hafi klárlega dregið úr fjölda farþega í innanlandsflugi.

„Þetta eru ýmsir samverkandi þættir en eingöngu vegna gjaldahækkana þá hefur verðlag þurft að hækka um 7-10%. Við það bætist hátt eldsneytisverð og margt fleira. Innanlandsflugið er mjög viðkvæmt fyrir verðbreytingum. Ég hef mestar áhyggjur af að þessi þróun virðist ætla að halda áfram,“ segir Árni.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag bendir hann á að í nýrri samgönguáætlun sé gert ráð fyrir 150 milljóna króna auknum álögum á innanlandsflugið, til viðbótar við það sem nú þegar hafi verið gert. Fyrir Flugfélag Íslands gæti kostnaður vegna gjalda hins opinbera farið úr 450 milljónum kr. á þessu ári í 600 milljónir árið 2013. Yrði það þreföldun gjalda á nærri fjórum árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert