Enn dregur úr atvinnuleysi

Það er nóg að gera hjá garðyrkjufyrirtækjum þessa dagana við …
Það er nóg að gera hjá garðyrkjufyrirtækjum þessa dagana við að koma fersku íslensku grænmeti á markað. mbl.is/Styrmir Kári

Atvinnuleysi mældist 4,4% í júlí samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi hefur minkað um 1 prósentustig frá því í júlí 2011 en þá var atvinnuleysi 5,4%. Samkvæmt Vinnumálastofnun mældist atvinnuleysið 4,7% í júlí.

Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í júlí 2012 að jafnaði 189.700 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 181.400 starfandi og 8.400 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 84,5%, hlutfall starfandi 80,8% og atvinnuleysi var 4,4%.  Atvinnuleysi júlí 2012 var 5,8% á meðal karla miðað við 5,5% í júlí 2011 og meðal kvenna var það 2,8% miðað við 5,4% í júlí 2011.

Atvinnulausir teljast þeir sem voru án atvinnu í viðmiðunarviku könnunarinnar, þ.e. höfðu hvorki atvinnu né voru í vinnu (í eina klukkustund eða lengur) sem launþegi eða sjálfstætt starfandi, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið starf sem hefst innan þriggja mánaða. Einstaklingar sem eru ekki í vinnu en eru í námi flokkast atvinnulausir ef þeir uppfylla skilyrðin hér að ofan, segir á vef Hagstofu Íslands.

Árstíðaleiðréttur fjöldi atvinnulausra í júlí 2012 var 10.600 eða 5,8% en var 11.000 eða 6,1% í júní. Fjöldi starfandi var 171.900 í júlí 2012 eða 76,8% sem er sami fjöldi og var starfandi í júní 2012. Leitni árstíðaleiðréttingar á atvinnuleysi sýnir hægfara þróun niður á við og að atvinnuleysi hefur nánast staðið í stað undanfarna mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert