Bætt launakjör komi í staðinn

Elín Björg Jónsdóttir
Elín Björg Jónsdóttir

„Það er vilji hjá okkur að vinna að einu lífeyriskerfi, ef bætt launakjör koma í staðinn því það hangir auðvitað saman. Ef við erum að breyta lífeyrisréttindum okkar til samræmis við almenna vinnumarkaðinn þurfa launakjörin að breytast jafnhliða.“

Þetta segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, sem sat fund í fjármálaráðuneytinu í gær um framtíð lífeyrissjóðakerfisins ásamt fulltrúum Bandalags háskólamanna og Kennarasambandsins; BHM og KÍ.

Aðspurð í Morgunblaðinu í dag segir Elín Björg að hækkun ellilífeyrisaldurs komi einnig til greina í þessum viðræðum.

„Við munum skoða það samhliða öðrum breytingum. Við vitum að lífaldur okkar Íslendinga er að hækka verulega, það þarf því annaðhvort að koma til seinkun á tökum lífeyris eða hækkun á iðgjöldum inn í sjóðina.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka