Stefna líka á síldina

Grænlensk fyrirtæki hugleiða veiðar á fleiri nýjum tegundum í lögsögu sinni heldur en makríl og vilja undirstrika rétt Grænlendinga til slíkra veiða. Aðstæður hafi breyst með hlýnun sjávar og breyttum göngum fisktegunda.

Þannig eru þeir að undirbúa veiðar á norsk-íslenskri síld á næstu vikum að lokinni makrílvertíð og kolmunni hefur einnig verið nefndur í þessu sambandi, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Í grænlenska blaðinu Sermitsiaq segir að hafi tilraunaveiðar á makríl gefið ástæðu til stríðra samskipta Íslendinga og Grænlendinga verði tilraunaveiðar á norsk-íslenskri síld tæpast hávaðaminni.

Haft er eftir Ane Hansen, sem fer með málefni sjávarútvegs í grænlensku landstjórninni, að auðlindir sjávar beri að nýta, en aðeins á sjálfbæran hátt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert