Aflaverðmætið strandveiða hátt í 2,7 milljarðar

Talsverð umsvif fylgja strandveiðunum og fjöldi minni báta var við …
Talsverð umsvif fylgja strandveiðunum og fjöldi minni báta var við bryggju á Hólmavík þegar blaðamaður fetaði sig eftir Skjaldbökuslóð. mbl.is/áij

Strandveiðar sumarsins skiluðu hátt í 2,7 milljörðum króna í aflaverðmæti. Aflahæstu bátarnir fengu vel yfir 30 tonn og má áætla verðmæti þess afla um 10 milljónir. 759 bátar fengu leyfi til strandveiða og hafa þeir aldrei verið eins margir.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Lundey ÞH var aflahæst á vertíðinni með 35,4 tonn í 40 róðrum. Flestir bátar reru á vesturvæðinu frá Arnarstapa til Súðavíkur og gátu þeir aðeins farið í rúmlega 20 róðra á fjögurra mánaða tímabili þar sem afli er takmarkaður við ákveðið hámark í hverjum mánuði.

Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir að vertíðin hafi gengið vel og strandveiðarnar hafi fest sig í sessi. Hann vill að hætt verði að miða við ákveðið aflahámark.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert