Framfylgjum stefnu okkar gegn ESB-aðild

Hjörleifur Guttormsson.
Hjörleifur Guttormsson.

„Það er góðra gjalda vert að tveir ráðherrar í ríkisstjórn, Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir, virðast orðnar sér meðvitaðar um að Vinstrihreyfingin – grænt framboð getur ekki lagt upp í kosningabaráttu með óljósa stefnu í reynd gagnvart Evrópusambandinu“, segir Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Þá segir Hjörleifur: „Flokksforysta VG ber ábyrgð á því að sótt var um aðild þvert gegn eigin stefnu og sú mótsögn hefur að vonum reynst það innanmein sem yfirskyggt hefur jákvæðan árangur í margháttuðu björgunarstarfi eftir hrunið 2008. Yfirstandandi viðræðum við ESB um aðild Íslands að sambandinu verður ekki líkt við annað en leikhús fáránleikans, þar sem aðeins einn stjórnmálaflokkur í landinu, Samfylkingin, stendur að baki málinu og fullljóst að meirihluti landsmanna er andvígur aðild“.

Í niðurlagi greinar sinnar, sem lesa má í heild í blaðinu í dag, segir Hjörleifur: „Aðildarumsókn að Evrópusambandinu sem liður í taflinu um ríkisstjórnaraðild hefur síðan reynst enn afdrifaríkari og laskað ásýnd Alþingis og traust almennings á stjórnmálastarfi. Nú reynir á Alþingi að koma böndum á þennan skollaleik og í þeim efnum þarf VG að svara skýrt. Forysta flokks verður að geta horfst í augu við fólkið sem er ætlað að vera burðarásar í stjórnmálastarfi, að ekki sé talað um að skírskota til trausts manna þegar kemur að kjörklefanum“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert