A, B, C og D í stað talna

Langflestir grunnskólanemenda, 96-99%, sækja um í framhaldsskóla. Innritun getur verið …
Langflestir grunnskólanemenda, 96-99%, sækja um í framhaldsskóla. Innritun getur verið flókin. mbl.is/Kristinn.

„Við viljum helst kynna nýtt einkunnakerfi, sem er A, B, C og D, í 10. bekk. Það miðast við nýja námskrá sem byggist á hæfnisþrepum. Einkunnirnar eiga þá að endurspegla ákveðna þekkingu.“

Þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í umfjöllun um mögulega verðbólgu
í einkunnum í grunnskólum.. Bókstafirnir myndu leysa af hólmi einkunnir á bilinu 0-10 en einungis í 10. bekk. Katrín vonast til að kerfið verði tekið í notkun næsta vetur og að það geti nýst vel við innritun í framhaldsskóla en hún telur samræmd próf ekki vera lausnina.

Katrín lýsir hæfnisþrepunum sem svo að ná þurfi ákveðinni þekkingu til þess að komast á næsta þrep, svo einkunnin endurspegli þekkingu nemendanna. Breytingin sé liður í að láta námið koma til móts við hvern og einn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert