Áslaug kemur í stað Geirs í borgarstjórn

Áslaug María Friðriksdóttir
Áslaug María Friðriksdóttir

Áslaug María Friðriksdóttir mun taka sæti Geirs Sveinssonar í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk. Geir hyggur á flutninga erlendis en hann sat í borgarstjórn í fjarveru Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur sem er í barneignarorlofi.

Nokkrar hrókeringar verða í setum í ráðum borgarinnar við brotthvarf Geirs. Hann sat í velferðarráði og í íþrótta- og tómstundaráði. Jórunn Frímannsdóttir mun setjast í velferðarráð en Björn Gíslason mun taka sæti Geirs í ÍTR. Áslaug mun áfram sitja í velferðarráði og í menningar- og ferðamálaráði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert