Þingflokksfundur um ráðherraskipan

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra mun kynna tillögu sína …
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra mun kynna tillögu sína um breytta ráðherraskipan í fyrramálið. mbl.is/Eggert

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur verið boðaður til fundar kl. 8:30 í fyrramálið. Magnús Orri Schram, formaður þingflokksins, segir að á fundinum verði rætt um breytingar á skipan ríkisstjórnarinnar.

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar hefst síðan kl. 10 með ræðu formanns flokksins, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Fyrsta mál á dagskrá eru „umræður og afgreiðsla á tillögu formanns um breytingar á ráðherraskipan“.

Breytingar á skipan stjórnarráðsins taka gildi 1. september, en þá fækkar ráðuneytum úr 10 í átta. Þá taka til starfa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti og koma þau í stað iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, umhverfisráðuneytis, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kemur til starfa um mánaðamóti að loknu barnsburðarleyfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert