Vötn og stórfljót á íshellunni

Haraldur mælir hitastigið í skærbláu ísvatninu. Skúli Mogensen heldur í …
Haraldur mælir hitastigið í skærbláu ísvatninu. Skúli Mogensen heldur í línu sem tryggir öryggi Haraldar við glerhálan vatnsbakkann. mbl.is/RAX

Bráðnun Grænlandsjökuls er miklu hraðari en gert hefur verið ráð fyrir. „Eitt augljósasta dæmið um breytinguna er mikill fjöldi stöðuvatna, fljóta og áa, sem nú birtast á víð og dreif ofan á íshellunni miklu,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjalla- og jarðfræðingur.

Haraldur, Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, og Skúli Mogensen athafnamaður fóru á Grænlandsjökul fyrir nokkrum dögum, flugu yfir ísbreiðuna á þyrlu, komu víða við og skoðuðu þá stórviðburði sem eru í gangi á jöklinum. Fjöldi ljósmynda sem Ragnar tók í ferðinni og frásagnir þeirra eru birtar í Sunnudagsmogganum í dag.

Haraldur segir að sennilega sé enginn staður á jörðu að breytast jafnhratt nú og Grænlandsjökull. Á þversprungnum ísnum hefur myndast fjöldi tjarna og stöðuvatna vegna hraðrar ísbráðnunar. Mörg þúsund vötn hafa myndast og talið er að nú sé að meðaltali eitt ísvatn á hverja 33 ferkílómetra á því svæði Grænlandsjökuls sem kannað hefur verið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert