Fáklæddur á stolnu hjóli

Það er ekki mjög sniðugt að hjóla klæðalítill á Íslandi …
Það er ekki mjög sniðugt að hjóla klæðalítill á Íslandi þegar það fer að hausta. Ljósmynd/Berlin

Í fyrrinótt var tilkynnt um klæðalítinn, erlendan ferðamann í Langholtshverfinu og sagt að hann hefði orðið fyrir barðinu á ræningjum. Staðhæfingin um ránið reyndist ekki á rökum reist en upplýsingarnar um fataleysið stóðust, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

„Maðurinn, karl á miðjum aldri, var aðeins í nærfötum og því ekki búinn til útivistar. Hann var blóðugur þegar að var komið en áverka hafði maðurinn fengið þegar hann datt af reiðhjóli, sem hann tók til handargagns í miðborginni og hjólaði á því í austurborgina.

Lögreglan tók hjólið í sína vörslu og ók ferðamanninum, sem var ölvaður, á gististað hans í miðborginni. Hinn erlendi gestur, sem á nú yfir höfði sér 5.000 kr. sekt fyrir að hjóla fullur, var beðinn um að vera betur klæddur það sem eftir lifði Íslandsdvalarinnar,“ segir í frétt á vef lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert