Stormviðvörun fyrir kvöldið

Spáð er vonsku veðri í kvöld.
Spáð er vonsku veðri í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Búist er við stormi (meira en 20 m/s) víða á landinu seint í dag og í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Von er á vonskuveðri með rigningu, en slyddu eða snjókomu til fjalla, einkum NV-til á landinu eftir hádegi og um mestallt land seint í kvöld.

Norðaustan og austan 5-13, en hvessir smám saman NV-til. Skýjað og dálítil rigning um landið norðan- og austanvert en annars þurrt. Norðan og norðaustan 15-23 NV-til síðdegis og um mestallt land seint í kvöld, síst austast.

Víða rigning en snjókoma eða slydda til fjalla en úrkomuminna suðvestantil og einnig vestast seint í kvöld. Heldur hægari vestast og þurrt að kalla á morgun. Hiti 2 til 12 stig að deginum, hlýjast syðst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert