Sannfærður um að konur stígi fram

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

„Ólöf hefur verið sterkur stjórnmálamaður og mikilvægur leiðtogi fyrir okkur í Sjálfstæðisflokknum. Það verður augljóslega mikil eftirsjá í henni þegar hún hættir.“

Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í dag um þá ákvörðun Ólafar Nordal að láta af embætti varaformanns á næsta landsfundi og stíga af þingi í vor.

Í síðustu viku var einnig sagt frá því að Illugi Gunnarsson tæki við embætti formanns þingflokks sjálfstæðismanna af Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Þrátt fyrir þetta segir Bjarni enga breytingu á stöðu kvenna í forystusveit flokksins.

„Ég er algerlega sannfærður um að það muni koma fram öflugar konur alveg eins og öflugir karlmenn. Ég óttast ekki að með þessari ákvörðun Ólafar halli neitt frekar á konur í forystunni,“ segir Bjarni.

Umræður undanfarið sýni fram á að það sé ákall um að konur láti til sín taka í stjórnmálum. Það skipti máli að þær stígi fram og þær verði að svara því kalli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert