Íslendingar lengur að ljúka námi en aðrir

mbl.is/Kristinn

Íslendingar eru fyrir neðan meðaltal þegar kemur að samanburði þeirra sem lokið hafa framhaldsskólamenntun meðal OECD-þjóða.

Jafnframt taka Íslendingar lengri tíma í að klára nám sitt en aðrar þjóðir og staða karla er umtalsvert verri en kvenna. Þetta kemur fram í skýrslu OECD, Education at glance.

33% Íslendinga eru einungis með grunnskólamenntun en einungis 8 þjóðir af 34 eru með hærra hlutfall. Fram kemur að 67% Íslendinga á aldrinum 25-64 ára hafa lokið framhaldsskólamenntun og þar af 72% í yngsta aldursflokknum 25-34 ára en það er 10 prósentustigum lægra en meðaltal OECD.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að jafnframt sé aðeins ein þjóð sem er að meðaltali lengur að klára framhaldsskóla- og háskólanám sitt eftir að það hefst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert