Segir enga ríkisábyrgð á Íbúðalánasjóði

Pétur H. Blöndal, alþingismaður.
Pétur H. Blöndal, alþingismaður. mbl.is

Engin ríkisábyrgð er í raun á bankainnistæðum, Íbúðalánasjóði eða Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að sögn Péturs H. Blöndal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans í kvöld.

Pétur bendir á 41. grein stjórnarskrárinnar þessu til stuðnings en þar segir: „Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.“

„Samkvæmt þessara grein má fjármálaráðherra ekki greiða t.d. gjaldfallið skuldabréf Íbúðalánasjóðs, ef sjóðurinn getur ekki greitt (800 milljarðar) né bankainnstæður 2.000 milljarðar) né kröfur á B-deild LSR (400 milljarðar ódekkaðar),“ segir Pétur og bætir við að þessara skuldbindinga hafi aldrei verið getið í fjárlögum eða fjáraukalögum.

„Er ekki komin tími til að horfa á ábyrgðirnar?“ spyr Pétur að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert