Umfangsminni leit á morgun

Kindur af Þeistareykjasvæðinu í dag.
Kindur af Þeistareykjasvæðinu í dag. Ljósmynd/Hreinn Hjartarson

Fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum að aðgerðir vegna veðuráhlaupsins á Norðausturlandi hafi gengið vel í dag en farið hafi verið yfir það leitarsvæði sem stefnt var að í morgun.

Gert er ráð fyrir því að leit að sauðfé bænda á svæðinu verði heldur umfangsminni en hún var í dag. Er stefnt að því að hvíla leitarmenn sem verið hafa á vettvangi alla vikuna.

Um 200 björgunarsveitar á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið að störfum í Þingeyjarsýslum í dag. Ennfremur kemur fram að fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Stóru-Tjörnum verði áfram opin en stöðinni í Reykjahlíðarskóla á Mývatni verði hins vegar lokað í dag.

Þá hafa Rafmagnsveitur ríkisins (RARIK) unnið að því að tengja síðustu bæina við Mývatn í dag og er stefnt að því að allir bæir þar verði komnir með rafmagn í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert