Biðlistar í Noregi hafa styst um helming

Tor Åm, heimilislæknir og framkvæmdastjóri heilbrigðisráðs Noregs.
Tor Åm, heimilislæknir og framkvæmdastjóri heilbrigðisráðs Noregs. mbl.is/Styrmir Kári

Í Noregi er nú unnið að því að draga úr miðstýringu í heilbrigðiskerfinu. Tor Åm, framkvæmdastjóri norska heilbrigðisráðsins, er hér á landi og hélt í gær erindi á Grand hóteli þar sem hann kynnti nýjar áherslur Norðmanna í heilbrigðismálum.

Í viðtali í Morgunblaðinu í dag segir Åm að biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu í Noregi hafi styst um helming frá því að ný stefna í heilbrigðismálum tók gildi um síðustu áramót. Aukin áhersla er nú á að sveitarfélög sinni heilbrigðisþjónustunni og litið svo á að hlutverk ríkisins sé meðal annars að styðja þjónustu sveitarfélaganna.

Sveitarfélög í Noregi veita nú heilbrigðisþjónustu allan sólarhringinn. Norðmenn hafa um árabil unnið að lagfæringum á heilbrigðisþjónustunni. Áhersla þeirra í dag miðast við þarfir notenda á hverju svæði og stefna sjúkrahúsa er ákveðin í samráði við sjúklinga og sveitarfélög.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert