Skafrenningur á fjallvegum

Hálka, hálkublettir, snjóþekja og sumstaðar skafrenningur er á fjallvegum á Vestfjörðum, Norðurlandi og á Austurlandi. Sumstaðar er einnig krapi og hálkublettir á láglendi. Þæfingur er á Hellisheiði eystri. Vegir á Suður- og Vesturlandi eru auðir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Veðurspá: Norðan 8-15 m/s. Skýjað með köflum sunnantil á landinu og yfirleitt þurrt, en rigning eða slydda um landið norðanvert. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt. Norðan 5-10 m/s á morgun, skýjað að mestu og stöku skúrir eða él norðan- og austantil, einkum fyrripart dags, en yfirleitt léttskýjað í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 7 stig norðanlands að deginum en 3 til 10 stig syðra

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert