Snýst ekki um pólitík heldur að framfylgja lögum

„Þetta snýst ekki um pólitík þó margir vilji setja þetta í þann farveg. Þetta snýst um það að við erum að framfylgja lögum,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra um niðurstöðu ráðuneytisins að aðkeypt þjónusta Hjallastefnunnar í Tálknafirði standist ekki grunnskólalög.

Forsaga málsins er sú að sveitarfélagið Tálknafjörður ætlaði að láta rekstur skóla bæjarins í hendur Hjallastefnunnar ehf. Ábyrgð rekstursins yrði þó í höndum sveitarfélagsins. Skólinn tók til starfa í haust með nýju rekstrarformi en nú hefur menntamálaráðuneytið sent bréf til bæjarins þar sem því er lýst að óheimilt sé að veita Hjallastefnunni heimild til reksturs skólans.

„Þetta snýst um það hversu langt er hægt að ganga frá lögbundnum verkefnum grunnskólans. Ef einhver skólastjóri vill taka upp hugmyndafræði Hjallastefnunnar, þá er það eitt. En ef utanaðkomandi aðilar eru fengnir til að sinna rekstri, þá er það annað,“ segir Katrín Jakobsdóttir. 

Málið er komið inn á borð innanríkisráðuneytisins sem fer með úrskurðarvald í málinu.

Tálknafjörður.
Tálknafjörður.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert