Þurftu að aðstoða leigubílstjóra

mbl.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í nokkur skipti í nótt að veita leigubílstjórum aðstoð vegna áfengisdauðra farþega eða farþega sem neituðu að greiða fyrir farið.

Talsverð ölvun í miðbænum í gærkvöldi og nótt smá pústrar milli manna og nokkuð um að fólk væri að detta og slasast.

Þrír ökumenn voru teknir grunaðir að vera ölvaðir undir stýri og einn ökumaður var tekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn þessara ökumanna vistaður í fangageymslu lögreglunnar vegna frekari rannsóknar en hann lenti í umferðaróhappi.

Þá komu upp tvö minniháttar fíkniefnamál sem voru afgreidd með skýrslugjöf á staðnum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert