Hækkun réttlætt með meiri fyrirhöfn

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is

„Töluverð umsýsla er við einkanúmer. Má þar helst nefna umsýslu- og rekstrarkostnað, vinnslu og útsendingu bréfa, hlutdeild í tölvurekstri og forritunarvinnu, skráningu réttinda í ökutækjaskrá o.s.frv.“ segir í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um gjaldtöku vegna einkanúmera á bifreiðar en þar spurði hún meðal annars að því hvaða þjónusta væri veitt sem réttlætti gjaldtöku þeirra sem notuðu einkanúmer.

„Þá má einnig nefna að einkanúmer eru talsvert færri en venjuleg númer og því dreifist umsýslukostnaður, t.d. hlutdeild í rafrænum skrám og ýmsum öðrum föstum kostnaði, á færri einingar en þegar kostnaður er reiknaður við almenn númer. Rétt er að benda á að einkamerki hafa töluverða sérstöðu þar sem einstaklingar og lögaðilar ráða því hvort þeir vilja einkenna ökutæki sín með sérstakri áletrun í formi einkamerkis,“ segir ennfremur í svarinu.

Vigdís spurði einnig um lagagrunn gjaldtöku vegna einkanúmera og er í svarinu vísað til núgildandi umferðarlaga og frumvarps til nýrra umferðarlaga en samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að gjaldið fyrir einkanúmer verði 50 þúsund krónur í stað 25 þúsund króna samkvæmt núgildandi lögum.

Svar innanríkisráðherra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert