Götuheitum breytt í borginni

Fjórar götur í Reykjavík hafa fengið ný heiti og í morgun var verið að merkja Bríetartún, en svo heitir nú austurhluti Skúlagötu frá Snorrabraut að Höfðatúni, sem eftir breytingu heitir KatrínartúnSkúlatún hefur fengið heitið Þórunnartún og Sætún ber nafnið Guðrúnartún. Skilti með eldri götuheitum verða áfram til 2014 þannig að vegfarendur hafa rúman tíma til að venjast nýjum nöfnum, að því er segir í frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Göturnar er nefndar eftir fyrstu konunum sem tóku sæti í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1908, en það ár buðu konur í Reykjavík fram sérstakan kvennalista, sem vann stórsigur og kom öllum sínum fulltrúum að. Konurnar fjórar, sem settust fyrstar kvenna í bæjarstjórn Reykjavíkur, voru Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Katrín Magnússon og Þórunn Jónassen.

„Meðal baráttumála þessara kvenna voru sundkennsla fyrir bæði kynin og leikvellir fyrir börn. Fyrsta leikvellinum var markað svæði á Túngötu en síðar á Grettisgötu. Bríet Bjarnhéðinsdóttir beitti sér fyrir því í bæjarstjórn að börn fengju mat í skólanum, en vegna mikillar fátæktar voru mörg börn vannærð. Matargjafir komust á og var þeim haldið áfram af og til fram á fjórða áratuginn.  Knud Ziemsen, síðar borgarstjóri, barðist fyrir því að keyptur yrði valtari og studdi Bríet kaupin, en hún var þá  í veganefnd. Valtarinn kom til landsins árið 1912 og var brátt nefndur Bríet Knútsdóttir í höfuðið á þeim Knud og Bríeti. Valtarinn var fluttur á Árbæjarsafn árið 1961.

Tillaga að breytingunum var samþykkt í borgarráði 13. október 2010 og voru nafngiftirnar í kjölfarið kynntar hagsmunaaðilum og þeim gefið svigrúm til andmæla. Reykjavíkurborg mætir þörfum íbúa og fyrirtækja við framantaldar götur, t.d. með því að annast og kosta breytingu í þjóðskrá, þinglýsingabókum, fyrirtækjaskrá og í símaskrá.  Reykjavíkurborg mun einnig á sinn kostnað annast breytingu á skiltum með götunúmerum sem gera þarf í Bríetartúni. Notuð verða hefðbundin hvít og blá númeraskilti, nema þar sem eigendur hafa valið aðra útfærslu.  Húsnúmer við aðrar götur verða óbreytt,“ segir í frétt Reykjavíkurborgar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Ekki mönnum bjóðandi“

12:34 „Það væri óskandi að þetta gæti farið af stað, því það er mjög mikilvægt að þetta fari að lagast,“ segir Vilberg Þráinsson, oddviti Reykhólahrepps, um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit á Vestfjörðum. Vörubílar liggja fastir á núverandi malarvegi allan ársins hring vegna bleytu eða drullu. Meira »

Þyrlan sækir farþega í skemmtiferðaskip

12:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á ellefta tímanum í  morgun til að sækja veikan farþega um borð í skemmtiferðaskipi sem statt var í Breiðafirðinum. Meira »

Leiðakerfi Strætó í Google Maps

11:57 Til stendur að færa leiðarkerfi Strætó inn í Google Maps-kortavefinn. Munu farþegar þá geta nálgast upplýsingar um bestu leið milli staða á einfaldan hátt á vef Google eða Google Maps-forritinu í síma. Meira »

Ekkert eftirlit og engin tölfræði

11:00 Engar reglur eru um að sérstakt leyfi þurfi frá heilbrigðisyfirvöldum til að framkvæma fegrunaraðgerðir á vörum á borð við varafyllingar. Aftur á móti ættu aðeins læknar að framkvæma bótox-aðgerðir. Meira »

Veiddu 73 þúsund tonn í júlí

10:50 Fiskafli íslenskra skipa í júlí var 73.473 tonn, eða 3% meira en í júlí 2016. Botnfiskaflinn nam tæpum 30 þúsund tonnum og jókst um 6%, en þar af veiddust tæp 17 þúsund tonn af þorski sem er 22% aukning samanborið við júlí 2016. Meira »

Sprengingar fyrirhugaðar í september

10:38 Vonast er til að sprengingar hefjist í Dýrafjarðargöngum í byrjun september. Forskering, þar sem sprengdur er skurður inn í fjallið, hófst 17. júlí. Meira »

Hafi íbúa Vestfjarða í huga

09:50 Bæjarráð Bolungarvíkurkaupstaðar samþykkti á fundi sínum í gær að skora á sjávarútvegsráðherra að hafa íbúa á norðanverðum Vestfjörðum í huga varðandi ákvarðanatökur um framtíð fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Meira »

Stöðvaður á 162 km hraða

10:21 Lögreglan á Blönduósi stöðvaði ökumann í gær sem mældist á 162 km hraða. Ökumaðurinn var á ferðinni milli Sauðárkróks og Varmárhlíðar eftir hádegi í gær þegar hann varð á vegi lögreglu. Meira »

Ferðamenn ættu að forðast Reykjavík

09:42 Ferðavefurinn The Culture Trip setur Reykjavík á lista yfir ferðamannastaði sem ætti að forðast í sumar. Á listanum er einnig að finna borgir á borð við Feneyjar, Róm, Mílanó og Barcelona. Meira »

Berglind og Ragna nýir skrifstofustjórar

09:40 Dómsmálaráðherra mun á næstu dögum skipa Berglindi Báru Sigurjónsdóttur, skrifstofustjóra hjá umboðsmanni Alþingis, og Rögnu Bjarnadóttur, lögfræðing hjá dómsmálaráðuneytinu, í stöður skrifstofustjóra. Meira »

Palin líkir Íslendingum við nasista

09:40 Sara Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska í Bandaríkjunum, vandar Íslendingum ekki kveðjurnar eftir að hafa séð umfjöllun bandarísku sjónvarpstöðvarinnar CBS um Downs-heilkenni á Íslandi, en nær allar þungaðar konur sem fá jákvæðar niðurstöður um að líkur séu á að heilkenninu, láta eyða fóstrinu. Meira »

Rúm 73.000 tonn veiddust í júlí

09:23 Fiskafli íslenskra skipa í júlí var 73.473 tonn, er það 3% meira en veiddist í júlí 2016 að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar. Meira »

Hita upp á tónleikum Rolling Stones

08:18 Íslenska rokksveitin Kaleo mun hita upp fyrir eina elstu og vinsælustu rokksveit allra tíma, Rolling Stones, á tónleikum hennar í borginni Spielberg í Austurríki 16. september næstkomandi. Meira »

Ökumenn eru oftar í fíkniefnavímu

07:37 Í júlí komu 159 brot inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem ökumenn voru undir áhrifum ávana- og fíkniefna við akstur. Að sögn lögreglu hafa mál þar sem um fíkni­efni er að ræða, tekið fram úr ölv­unar­akst­urs­mál­um á undanförnum árum. Meira »

Innbrot í austurborginni

06:05 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í verslun í austurhluta borgarinnar um hálffimmleytið í morgun. Meira »

Kynna háhýsabyggð í Borgartúninu

07:57 Breytingar á deiliskipulagi Borgartúns 24 verða kynntar á opnum fundi síðdegis í dag. Með breytingunni er byggðin þétt verulega norðan við grónar íbúðargötur í Túnunum. Meira »

Hæglætisnorðanátt og síðdegisskúrir

07:11 Það verður norðlæg átt 5-10 m/s á landinu í dag, en heldur hvassari norðvestlæg átt við norðausturströndina fram eftir degi. Rigning eða súld verður norðaustantil, en hægari vindur sunnan heiða og síðdegisskúrir. Meira »

Andlát: Sverrir Vilhelmsson

05:30 Sverrir Vilhelmsson fréttaljósmyndari lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. ágúst tæplega sextugur að aldri.   Meira »
Olíuskiljur - fituskiljur
Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunnarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveit...
UTSALA Varahlutir TOYOTA RAV 4 2000 TIL 2003
Framleiðandi Toyota Tegund Jeppi Ár 2002 Akstur 189.000 Eldsneyti Bensín ...
FLOTTUR ANTIK HORNSKÁPUR STOFU PRÝÐI
er með flottan hornskáp úr furu á 25,000 kr sími 869-2798...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...