Hjörleifur svaraði nefndinni ekki

Hjörleifur Kvaran.
Hjörleifur Kvaran.

Hjörleifur B. Kvaran, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, svaraði ekki boði um að mæta til viðræðna við nefnd sem vann úttekt á Orkuveitunni. Þá forfallaðist Alfreð Þorsteinsson, sem var borgarfulltrúi og stjórnarformaður OR um tíma.

Nefndin sem rannsakað hefur Orkuveitu Reykjavíkur í rúmlega eitt ár bauð 31 einstaklingi að koma til viðtals við nefndina. 28 mættu og ræddu við nefndina. Alfreð Þorsteinsson forfallaðist, Hjörleifur B. Kvaran svaraði ekki ítrekuðum erindum nefndarinnar en Ingi Jóhannes Erlingsson, sem starfaði á fjármálasvið við lántöku- og áhættustýringar, afþakkaði boð um að mæta í viðtal.

Nefndin segist í störfum sínum hafa nýtt sér umfjöllun fjölmiðla um Orkuveituna. Nefndin hafi t.d. nýtt sér útvarpsviðtal við Alfreð Þorsteinsson, ekki síst vegna þess að hann forfallaðist þegar viðtal hans við nefndina var fyrirhugað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert