Finnast á Blönduósi og Ísafirði

Fjölmargir stórir jarðskjálftar hafa verið á Norðurlandi og úti fyrir …
Fjölmargir stórir jarðskjálftar hafa verið á Norðurlandi og úti fyrir Siglufirði í kvöld. Sá stærsti 4,5. Veðurstofan

„Við höfum fundið þrjá skjálfta greinilega í kvöld. Erum með glerskápa inn í stofu og það nötraði allt. Rúmið lék á reiðiskjálfi,“ segir Margrét Þorsteinsdóttir, íbúi á Blönduósi um jarðskjálftana sem hafa verið norður fyrir landinu í kvöld.

Tíu mínútur yfir tólf fannst skjálfi sem var um 4,5 að stærð á Ísafirði.

„Það skalf allt í stofunni minni. Verðlaunapeningar stráksins míns hristust allir. Það var um ellefu mínútur yfir tólf,“ segir kona frá Ísafirði sem hringdi til mbl.is nú fyrir skömmu.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðasta klukkutímann hefur enn ekki tekist að ná sambandi við Veðurstofu Íslands til að fá frekari skýringar á því sem er að gerast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert