„Bankarnir virðast vera að herða tökin“

mbl.is

Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka iðnaðarins (SI) segja að þótt efnahagsbati sé hafinn séu aðstæður í efnahagslífinu frekar slæmar og telja þeir ekki fyrirsjáanlegt að þær batni mikið á næstunni.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að tilfinnanlegur skortur er á fagfólki, ekki síst þar sem fjöldi fólks hefur farið utan til starfa. Þetta kemur fram í óformlegri könnun sem SI gerðu með samtölum við forsvarsmenn ríflega 150 stærstu félaga innan samtakanna í fyrri hluta október.

Þegar spurt var um helstu ógnir í umhverfi fyrirtækjanna nefndu margir viðmælendur banka og fjármálafyrirtæki. „Bankarnir virðast vera að herða tökin þar sem það er hægt og viðleitni þeirra að koma til móts við menn í erfiðleikum eftir kreppuna er horfin. Í þessu samhengi kom oft fram hversu óheppilegt er að enn skuli ríkja óvissa um niðurstöðu gengislána hjá fyrirtækjum,“ segir í samantekt SI um sjónarmið forsvarsmanna fyrirtækja sem fram komu í samtölunum.

„Mörgum okkar manna stendur mikil ógn af fyrirhuguðum skattahækkunum. Sérstaklega má nefna fyrirhugaða hækkun á vörugjöldum sem mun að óbreyttu hafa afar neikvæð áhrif á marga innlenda matvælaframleiðendur,“ segir Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka