Sá stærsti í nótt var 4,1 stig

Veðurstofa Íslands

Jarðskjálftahrina á Norðurlandi hélt áfram í nótt. Stærsti skjálftinn var 4,1 stig og varð hann um kl. fimm í morgun. Hundruð skjálfta mældust. Áfram má búast við jarðvirkni samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrina með upptök syðst í Eyjafjarðarál úti fyrir Norðurlandi hefur verið í gangi  síðan 20. október. Upptökin eru 19-20 kílómetra norðnorðaustur af Siglufirði og nokkru suðvestar en skjálftahrina sem varð í september síðastliðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert