Lægri afborganir í fæðingarorlofi

Arion banki hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum sem eru í fæðingarorlofi og með íbúðarlán hjá bankanum að breyta greiðslutilhögun lánsins í allt að níu mánuði eða í þann tíma sem á töku fæðingarorlofs stendur.

 Í tilkynningu kemur fram að viðskiptavinum verði boðið upp á að lækka mánaðarlegar greiðslur íbúðalána um allt að helming á meðan á töku fæðingarorlofs stendur. 

„Úrræðið felur þannig í sér lægri greiðslubyrði og leggst það sem ógreitt er við höfuðstól lánsins. Skilyrði er að íbúðarlánið sé í skilum. Hafi taka fæðingarorlofs þegar hafist þá er samt sem áður hægt að fá afslátt af ógreiddum gjalddögum það sem eftir er af fæðingarorlofinu. Eina sem viðskiptavinir þurfa að gera til að falla undir úrræðið er að sýna fram á töku fæðingarorlofs með greiðsluyfirliti frá Fæðingarorlofssjóði,“ segir í tilkynningu frá Arion banka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert