Við köllum á kirkjuna

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason

Stjórnarskráin kveður skýrt á um stöðu þjóðkirkju á Íslandi: „62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.“ Með þessum orðum hefst grein eftir Jón Bjarnason alþingismann í Morgunblaðinu í dag.

Jón segir að margir hafi sótt að kirkjunni á síðustu misserum, starfi hennar og stöðu í samfélaginu. Þrátt fyrir mannlega brotsjói hefur hún staðið það af sér og nú síðast í ráðgefandi atkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni.

Jón segir m.a. í grein sinni: „Kirkjurnar vítt og breitt um landið eru byggingarsögulegir dýrgripir og búnaður þeirra hluti af listasögu landsins. Þessum verðmætum verður að halda til haga og gera sýnileg í nútímanum. Þarna ber þjóðkirkjan og við öll víðtækar samfélagsskyldur.“

Og lokaorð þingmannsins eru þessi: „Komið er að þolmörkum í kirkjustarfi víða um land vegna niðurskurðar fjárveitinga. Staða, hlutverk og ábyrgð kirkjunnar og fjölþætt starf á hennar vegum er með þeim hætti að við hljótum að leggja við hlustir og bregðast við þegar hún kallar á hjálp, ekki sjálfrar sín vegna heldur fyrir okkur, mig og þig.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert