Lítið hlaup hafið í Grímsvötnum

Grímsvötn.
Grímsvötn. Árni Sæberg

Allar líkur eru á því að hlaup sé hafið úr Grímsvötnum í Vatnajökli. GPS-mælar sýna að íshellan hefur lækkað og slíkt er sterk vísbending um að hlaup sé hafið.

Að sögn Víðis Reynissonar, deildarstjóra hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, eru vatnamælingamenn á leið á staðinn. Þeir munu taka sýni en fyrr er erfitt að staðfesta með vissu að hlaup sé hafið.

„Það er ekki mikið vatn í kötlunum svo að hlaupið getur aldrei orðið mjög stórt,“ segir Víðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert