Vilborg gekk 12 km í dag

Vilborg Arna Gissurardóttir
Vilborg Arna Gissurardóttir

Vilborg Gissurardóttir, sem er á leið á suðurpólinn, gekk í dag 12 km. Ferðin gengur vel en hún er komin í 762 metra hæð.

Vilborg hefur verið á göngu í þrjá daga. Hún segir að dagurinn í dag hafi verið góður. Hún hafi þurft að taka smá „morgunleikfimi“ þegar hún lagði af stað því að hún hafi þurft að komast upp ísilagða brekku. Það hafi tekist eftir að hún skellti mannbroddunum á sig.

Vilborg segir að hún þurfi strax í upphafi ferðar að ganga upp af jökli og krækja fyrir sprungur. Ferðin gangi vel og kveðjurnar sem hún fái að heiman séu sér mikil hvatning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert