„Maður gerist ekki minni“

30.5.2017 „Maður gerist ekki minni en akkúrat í þessu umhverfi,“segir Vilborg Arna Gissurardóttir um að standa á toppi hæsta fjalls í heimi en hún kleif Everest-fjall á dögunum, fyrst íslenskra kvenna. Hún settist niður með mbl.is og sagði frá því hvernig það er að standa á toppi veraldar. Meira »

Vilborg ætlar að sofa í viku

28.5.2017 Þegar heim er komið fer maður fyrst að meðtaka árangurinn og upplifa þetta sem einhverskonar sigur. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir Everest-fari, sem kom heim til Íslands á ellefta tímanum í gærkvöldi. Hún ætlar að slappa vel af næstu vikuna og hitta vini og fjölskyldu. Meira »

Vilborgu Örnu fagnað í Leifsstöð

27.5.2017 Vilborg Arna Gissurardóttir Everest-fari kom til landsins nú í kvöld, en hún komst á toppinn aðfaranótt 21. maí. Tóm­asz Þór Veru­son, kær­asti Vil­borg­ar Örnu, fór út til Amsterdam og tók á móti henni þar í dag, en fjölskylda og vinir mættu á Keflavíkurflugvöll og fögnuðu heimkomu hennar nú í kvöld. Meira »

Ólýsanlegt að standa á toppnum

24.5.2017 Langþráð markmið Vilborgar Örnu Gissurardóttur rættist um helgina er hún stóð á toppi Everest, hæsta fjalls jarðar, í þriðju tilraun. Hún segir tilfinninguna hafa verið ólýsanlega og að í huga sínum risti þessi sigur mun dýpra en að ljúka sjö tinda áskoruninni. Meira »

Vilborg komin í grunnbúðirnar

23.5.2017 Vilborg Arna Gissurardóttir, sem er sjöundi Íslendingurinn til að komast á topp Everest-fjalls, er komin niður í grunnbúðirnar en hún komst á tindinn aðfaranótt sunnudagsins. Meira »

Vilborg komin niður í aðrar búðir

22.5.2017 Vilborg Arna Gissurardóttir, sem er sjöundi Íslendingurinn til að komast á topp Everest-fjalls, er komin niður í aðrar búðir. Hún gekk niður úr búðum þrjú þar sem hún svaf og hvíldi sig eftir átökin og niður í búðir tvö í gær. Hún verður komin í grunnbúðir á morgun. Meira »

„Þetta sýnir hvað hún er öflug“

21.5.2017 „Þetta sýnir bara hvað hún er öflug, gefst ekki upp og klárar það sem hún einsetur sér,“ segir Haraldur Örn Ólafsson, einnig þekktur sem Haraldur pólfari, um árangur Vilborgar Örnu Gissurardóttur, sem varð í nótt sjöundi Íslendingurinn til að komast á topp Everest. Fimmtán ár eru síðan Haraldur komst á topp Everest. Meira »

Vilborg á toppi veraldar

21.5.2017 Vilborg Arna Gissurardóttir komst í nótt á topp Everest-fjalls og varð þar með sjöundi Íslendingurinn sem nær þessum merka áfanga. Hún komst á tindinn um klukkan 03:15 í nótt að íslenskum tíma en gangan frá fjórðu búðum á tindinn tók ellefu klukkustundir. Meira »

Vilborg sneri við vegna veðurs

20.5.2017 Vilborg Arna Gissurardóttir hefur þurft að snúa við á leið sinni upp á tind Everest-fjalls. Hún er nú aftur komin í fjórðu búðir fjallsins en hún varð frá að hverfa sökum veðurs. Meira »

Vilborg komin upp í búðir tvö

17.5.2017 Vilborg Arna er komin upp í búðir tvö sem nefnast C2 og eru í 6.400 metra hæð á Everest. Þar er tekinn hvíldardagur og stefnt er að því að komast upp í búðir þrjú á morgun. Það er enn óvissa um framhaldið en samkvæmt langtímaspá er möguleiki á að hægt verði að komast á toppinn í kringum 21. maí. Meira »

Mikil spenna í grunnbúðum Everest

13.5.2017 Vilborg Arna Gissurardóttir segir að mikil spenna hafi byggst upp í grunnbúðum Everest síðustu daga. Veður hafi gert fjallgöngufólki erfitt fyrir og enn sé ekki búið að setja upp línur sem notaðar séu til að tryggja þá sem fari upp. 30% þeirra sem ætluðu upp í ár hafi haldið heim á leið. Meira »

Guðni Th. óskar Vilborgu Örnu til hamingju

22.5.2017 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Vilborgu Örnu Gissurardóttur í dag hamingjuóskir með að ná því takmarki að klífa hæsta tind heims á Everestfjalli fyrst íslenskra kvenna. Meira »

Vilborg „gífurlega glöð“

21.5.2017 Vilborg Arna Gissurardóttir, sem varð í nótt sjöundi Íslendingurinn til að komast á topp Everest, er nú komin niður í fjórðu búðir fjallsins, sem eru í 8.000 metra hæð. Þar munu hún og sjerpinn Tenji hvílast eftir átök næturinnar. Meira »

Vilborg nálgast toppinn

21.5.2017 Vilborg Arna Gissurardóttir stefnir á að komast á tind Everest-fjalls í nótt. Hún er nú stödd í 8.700 metra hæð á næsthæsta tindi heims, svokölluðum Suður-Tindi (e. South Summit), og vonir eru bundnar við að toppnum verði náð um kl. þrjú í nótt. Meira »

Vilborg er lögð af stað upp á topp

19.5.2017 Vilborg Arna Gissurardóttir er nýlögð af stað úr fjórðu búðum og hyggst klífa topp Everest núna. Gangan sem eftir er tekur um 10 til 12 klukkustundir. Ef allt gengur að óskum nær hún toppnum í kringum miðnætti. Meira »

Vilborg Arna heldur upp í nótt

15.5.2017 Vilborg Arna Gissurardóttir greinir frá því á Facebook-síðu sinni að mikil fagnaðarlæti hafi brotist út í grunnbúðum í dag, þegar ljóst var að sjö Sherpar höfðu náð á toppinn kl. 13.15 að staðartíma. „Frábærar fréttir!“ segir Vilborg Arna. Meira »

„Vilborg tekur alltaf réttar ákvarðanir“

10.5.2017 Þrjár vikur eru liðnar síðan Tomasz Þór Veruson, kærasti Vilborgar Örnu Gissurardóttur, kom heim til Íslands eftir að þau tvö voru leiðsögumenn hóps Íslendinga sem gekk upp í grunnbúðir Mount Everest, hæsta fjalls heims. Meira »

Skoðið meira á Instagram-síðunni »

Pistlar frá Vilborgu

mynd Hey, förum í útilegu!
Það að gista í tjaldi er frábær upplifun þegar manni líður vel, að sofa í náttúrinni og anda að sér fersku súrefni fær mann til að vakna endurnærður á... meira