Eitt blaðanna brotið af

Herjólfur var dreginn í slipp í Hafnarfirði í gær og þá komu í ljós skemmdirnar sem urðu á blöðum annarrar skrúfu skipsins þegar það tók niðri í hafnargarðinum við Landeyjahöfn á laugardaginn. Eitt af fjórum blöðum skrúfunnar brotnaði alveg af en gera þarf við hin þrjú. 

Búist er við að viðgerðin taki um sex daga en ekki er komið mat á hvað hún muni kosta. Baldur siglir nú á milli lands og eyja á meðan unnið er að viðgerðum á Herjólfi, en ferjan sigldi sína fyrstu ferð í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert