Lán heimila færð niður um 200 milljarða

Lán til heimila hafa verið færð niður um rúma 200 …
Lán til heimila hafa verið færð niður um rúma 200 milljarða frá haustdögum 2008. mbl.is/Golli

Frá haustdögum 2008 hafa lán til heimila alls verið færð niður um rúma 200 milljarða króna eftir ýmsum leiðum. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um niðurfærslu lána til almennings.

Svarið er sundurliðað og kemur þar fram að mest hafa lán verið færð niður vegna endurútreiknings erlendra fasteignalána, eða um 109,6 milljarða króna. Í gegnum 110% leiðina er niðurfærslan 46 milljarðar en 38,6 milljarðar hafa verið færðir niður vegna endurútreiknings bílalána. Minnst er niðurfærslan í gegnum sértæka skuldaaðlögun, eða 7,3 milljarðar króna frá haustdögum 2008.

Fram kemur í svari ráðherra að þessar upplýsingar um niðurfærslu lána til heimila séu ekki tæmandi. „Sem dæmi má nefna að niðurfærsla lána vegna greiðsluaðlögunar og tveggja íbúa úrræðisins er ekki inni í þessum tölum,“ segir í svarinu. Þá sé eftir að koma í ljós hver endanleg fjárhæð verði þegar búið sé að endurútreikna gengistryggðu lánin vegna nýlegra dóma Hæstaréttar, nú síðast hinn 18. október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert