Vanmeti ekki Jón Gnarr

Styrmir Gunnarsson og Jón Gnarr Kristinsson.
Styrmir Gunnarsson og Jón Gnarr Kristinsson.

„Viðtal við hann í Morgunblaðinu um þessa helgi sýnir að þar fer maður, sem lifir af. Aðrir flokkar ættu ekki að vanmeta borgarstjóra og hæfni hans til að ná til fólks,“ skrifar Styrmir Gunnarsson, fv. ritstjóri Morgunblaðsins, um Jón Gnarr borgarstjóra. Jón geti styrkt stöðu Bjartrar framtíðar.

Styrmir fer yfir stöðuna í stjórnmálunum á vef Evrópuvaktarinnar og lætur þar í ljós þá skoðun sína að Jón Gnarr geti styrkt stöðu Bjartrar framtíðar nú þegar innan við 40 starfsdagar eru eftir á Alþingi fyrir alþingiskosningarnar í apríl.

„Nýju framboðin eru óskrifað blað. Þessa stundina er Björt framtíð á uppleið. En hvers konar flokkur er það? Guðmundur Steingrímsson lýsir stefnu flokksins með orðum eins og „grænn“,„yfirvegaður“ „skynsamur“, „skemmtilegur“. Hann segir að flokkurinn sé að „vanda sig“. Hvað þýðir þetta? Þetta eru bara orð, sem gefa kjósendum enga hugnynd um hvað þessi flokkur vill. Það gæti hins vegar hugsanlega breytt stöðu flokksins ef Jón Gnarr borgarstjóri lætur til sín taka,“ skrifar Styrmir.

„Samansettur úr pabba“

Jón Gnarr ræðir erfiða æsku sína á opinskáan hátt í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Sagði Jón Gnarr þar m.a. um Georg Bjarnfreðarson, persónuna frægu úr sjónvarpsþáttunum Næturvaktin og Dagvaktin:

„Georg er að miklu leyti samansettur úr pabba mínum. Í Næturvaktinni eru atriði sem eru orð fyrir orð rétt – úr samskiptum mínum við pabba,“ segir Jón Gnarr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert