Fjárlög samþykkt eftir aðra umræðu

Fjárlagafrumvarp næsta árs.
Fjárlagafrumvarp næsta árs. mbl.is

Fjárlagafrumvarp næsta árs hefur verið samþykkt í atkvæðagreiðslu á Alþingi að lokinni annarri umræðu. Málið fer nú til nefndar fyrir þriðju og síðustu umræðuna.

Annarri umræðu um fjárlög 2013 lauk í gærkvöldi og hófst atkvæðagreiðsla um þau á ellefta tímanum í dag. Atkvæðagreiðslunni lauk kl. 15, en hún stóð um einum og hálfum tíma lengur en reiknað var með.

Greidd voru atkvæði um hvern kafla frumvarpsins og tóku fjölmargir þingmenn til máls um atkvæðagreiðsluna, en forseta bárust margar beiðnir um að greidd yrðu atkvæði sérstaklega við ákveðna liði frumvarpsins. Sýn stjórnarliða og stjórnarandstæðinga á frumvarpið er gjörólík.

Í framhaldinu hefst sérstök umræða um málefni Íbúðalánasjóðs á Alþingi og þá heldur umræða um ráðstafanir í ríkisfjármálum, eða bandorminn svokallaða, áfram í dag.

Við upphaf þingfundar í morgun var samþykkt í atkvæðagreiðslu að fundurinn muni standa lengur yfir en þingsköp kveða á um.

Oddný Harðardóttir, þáverandi fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarpið í Þjóðmenningarhúsinu í haust.
Oddný Harðardóttir, þáverandi fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarpið í Þjóðmenningarhúsinu í haust. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert