Erfitt ár fyrir fiskvinnslur

Í Reykjavíkurhöfn.
Í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/RAX

„Það verður mikill þrýstingur á veiðar og vinnslu á Íslandi. Verð hefur þegar gefið eftir og spurningin er hvort það muni gefa frekar eftir á næsta ári. Auðvitað veit það enginn en það má ætla að svo verði, að verð verði undir meiri þrýstingi.“

Þetta segir Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood International, í Morgunblaðinu í dag um horfurnar á fiskmörkuðum.

„Þetta hefur fyrst og fremst áhrif á hinum enda virðiskeðjunnar, hjá þeim sem veiða og frumvinna fiskinn, þar verður höggið mest við lækkandi afurðaverð,“ segir Helgi Anton og upplýsir að vegna niðursveiflunnar seljist núorðið 5-8% minna af fiski í Suður-Evrópu.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Magni Þór Geirsson, framkvæmdastjóri Icelandic UK, lægra verð ekki auka söluna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert