Umsóknin byggi á vilja þjóðarinnar

Jón Bjarnason, alþingismaður.
Jón Bjarnason, alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er ekkert annað að gera en hætta þessum sýndarviðræðum og spyrja þjóðina hvort hún vill að gengið verði í ESB eða ekki. Umsóknin að ESB, ef hún er send á að vera á sönnum forsendum og að vilja þjóðarinnar, en ekki byggjast á blekkingum,“ segir Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á heimasíðu sinni.

Jón segir málið einfalt þó því hafi verið haldið fram að Ísland gæti fengið undanþágur frá ýmsum lögum Evrópusambandsins. Málið sé hins vegar einfalt og snúist um það hvort vilji sé fyrir því að ganga í sambandið eða ekki og um það sé hægt að taka ákvörðun strax.

„Ráðherraráð ESB hefur nú tekið af öll tvímæli um að varanlegar undanþágur fyrir Ísland frekar en önnur ríki, eru ekki til í orðabók ESB. Við getum hinsvegar vafalaust samið um tímabundnar undanþágur í einstökum atriðum. Þeir sem segjast í orði vera á móti ESB, en vildu áfram bíða eftir að kíkja jólapakkana frá Brussel, hljóta nú að sjá sig um hönd,“ segir hann.

Jón vísar þar til nýlegrar umsagnar ráðherraráðs Evrópusambandsins um umsóknarferli Íslands þar sem meðal annars kom fram að landið yrði að taka upp alla löggjöf sambandsins við inngöngu í það.

Heimasíða Jóns Bjarnasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert